Haukur með fimm stoðsendingar í sigri
Haukur Þrastarson

Haukur Þrastarsson (Haukur Þrastarson

Í dag fóru fram 3 leikir í 4.umferð þýsku bundesligunnar þar sem eins og svo oft áður voru Íslendingar í eldlínunni.

Það var nýliðaslagur þegar að Bergischer bauð Minden í heimsókn. Staðan í hálfleik var 8-13 Minden í vil. Minden héldu sterkri frammistöðu í seinni hálfleik og unnu loks 23-30 sigur á Bergischer. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Ian Weber með 8 mörk og 2 stoðsendingar.

Haukur Þrastar og félagar í Rhein-Neckar Löwen tóku á móti Eisenach í Sap Arena. Í hálfleik var staðan 16-11 fyrir Löwen. Eisenach gáfust ekki upp í seinni hálfleik en enduðu á því að tapa með 3 mörkum 31-28. Haukur Þrastar komst ekki á blað en gaf 5 stoðsendingar. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Stephan Seitz með 7 mörk og 4 stoðsendingar.

Í lokaleik dagsins tóku Kiel á móti Einari Þorsteini og félögum í Hamburg. Í hálfleik var staðan 16-14 fyrir Kiel. Seinni hálfleikur þróaðist eins og endaði Kiel á því að vinna með 2 mörkum 27-25. Einar Þorsteinn komst ekki á blað en fékk einu sinni dæmt á sig 2 mínutna brottvísun. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Elias á Skipagøtu sem skoraði 11 mörk.

Úrslit dagsins:

Bergischer-Minden 23-30

Rhein-Neckar Löwen-Eisenach 31-28

Kiel-Hamburg 27-25

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top