Heimamenn höfðu betur í Suðurlandsslagnum
(Sigurður Ástgeirsson)

Hákon Garri Gestsson ((Sigurður Ástgeirsson)

Selfoss 2 og HBH (venslalið ÍBV) mættust í dag á Selfossi í Grill 66 deild karla.

Hart var barist og mikið skorað. Fór það svo að Selfyssingar unnu 35-30 eftir að staðan hafði verið 16-12 í hálfleik.

Hákon Garri var markahæstur hjá Selfyssingum með 9 mörk og Ísak Kristinn Jónsson átti frábæran leik með 20 varða bolta.

Hjá HBH skoraði Ívar Bessi 10 mörk og Sigurmundur Gísli Unnarsson varði 11 skot.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top