Skipulagðar handboltaæfingar fara af stað á Húsavík
HSÍ)

Völsungur (HSÍ)

HSÍ í samstarfi við Íþróttafélag Völsungs stóðu fyrir námskeiði dagana 29.-30.ágúst sem var gríðarlega vel sótt að sögn HSÍ og hátt í 50 krakkar mættu á námskeiðið og tóku þátt á æfingunum.

Í kjölfarið hefur Íþróttafélag Völsungs ákveðið að hefja skipulagðar æfingar fyrir 7., 6. og 5.flokk hjá félaginu.

Þar með mun þriðja aðildarfélag HSÍ að norðan bætast við en fyrir eru Þór Akureyri og KA. 

Til gamans má geta að þjálfarar frá bæði Þór og KA komu að námskeiðinu ásamt sjálfboðaliðum frá Völsungi og greinilegt að vel var haldið utan um námskeiðið.

Eftir stutt leit á veraldarvefnum gat Handkastið hinsvegar ekkert séð um þessar fyrirhuguðu æfingar en Handkastið treystir HSÍ í einu og öllu.

Handkastið óskar Völsung til hamingju með þessa ákvörðun og óskar þeim alls hins besta.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top