Hefði þetta gerst ef Gústi Jó væri með liðið?
Egill Bjarni Friðjónsson)

Thea Imani Sturludóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Það vakti athygli Handkastsins að Thea Imani Sturludóttir leikmaður Vals var valinn í landsliðshóp Arnars Péturssonar í síðustu viku sem kemur saman í vikunni og leikur æfingaleik gegn Danmörku um næstu helgi.

Thea Imani hefur ekkert leikið með Val á undirbúningstímabilinu né fyrstu tveimur leikjum Vals í Olís-deildinni og þá var hún heldur ekki í leikmannahópi Vals gegn Haukum í Meistarakeppni HSÍ fyrir tímabilið.

,,Kannski er svarið að hún verði með. Mér finnst það ólíklegt en hvað veit maður?," sagði Einar Ingi Hrafnsson sem var gestur í nýjasta þætti Handkastsins þar sem málið var rætt.

,,En ef það er þannig - þá hljóta Valsarar að vera í þeirri stöðu og benda á að þetta er meiddur leikmaður. Ef við færum þetta yfir á fótboltann, ef einhver tæpur leikmaður er valinn í landsliðið þá gefur hann ekki kost á sér. Þetta er glórulaust," sagði Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins og bætti við.

,,Hún hefur verið frá í fleiri fleiri vikur og ef hún færi núna í einhvern æfingaleik og taka einhverja sénsa og það kæmi bakslag. Hún er aldrei að fara vera með."

,,Ef Gústi Jó. væri með kvennalið Vals hefði þetta gerst?" velti Arnar Daði fyrir sér og benti á að Ágúst Jóhannsson var þjálfari kvennaliðs Vals í fyrra og á sama tíma aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.

,,Á sama tíma deila Anton Rúnarsson og Óskar Bjarni skrifborði í Valsheimilinu." Óskar Bjarni tók við af Ágústi sem aðstoðarlandsliðsþjálfari og Anton Rúnarsson er þjálfari kvennaliðs Vals.

Einar Ingi gerir ekki ráð fyrir öðru en að Arnar Pétursson geri breytingar á leikmannahópnum strax í dag en liðið kemur saman í fyrsta skipti seinni partinn.

,,Þú vitnar í fótboltann, menn hafa alveg verið meiddir en í kringum hópinn. En þá eru menn ekkert í útgefnum hóp, það er hægt að gefa út hóp og síðan er Thea í kringum hópinn. Mér finnst líklegt að það komi tilkynning uppúr hádeginu: Skipting, nýr leikmaður kemur inn."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top