Sjáðu lokamínútuna þegar allt varð vitlaust í Eyjum
Bára Dröfn Kristinsdóttir)

Björn Viðar var frábær í kvöld. (Bára Dröfn Kristinsdóttir)

Það varð allt vitlaust í Vestmannaeyjum í kvöld undir lokleiks ÍBV 2 og Harðar í 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Þökk sé Handboltapassanum gátu áskrifendur Handboltapassans horft á leikinn í beinni frá Vestmannaeyjum en leikurinn var mikil skemmtun.

Fyrr í kvöld greindi Handkastið frá því að ÍBV 2 hafi slegið Grill66-deildarlið Harðar úr bikarnum með eins marks sigri 36-35 en loka mínúta leiksins verður lengi í minnum höfð. Hægt er að lesa nánar um atvikið hér.

Handkastið hefur tekið saman tvö myndskeið af atvikinu. Í efra atvikinu má sjá síðustu mínútur leiksins þar sem Gabríel Martinez skorar tvö síðustu mörk leiksins og tryggir ÍBV 2 ótrúlegan sigur.

Í neðra myndbandinu má sjá þegar Pedro Nunes þjálfari Harðar tekur leikhléið - þá er hægt að sjá að boltinn er í vinstra horninu og það líður dágóður tími áður en flautan gellur og svo í kjölfarið er dæmt sóknarbrot á Hörð.

Samkvæmt heimildum Handkastsins var framkvæmd leiksins ekki á þeim stað sem HSÍ hefur sett fordæmi fyrir í bikarkeppnum HSÍ. Samkvæmt heimildum Handkastsins var leikskýrslan klár tæplega 30 mínútum fyrir leik en HSÍ setti fordæmi í fyrra þegar Haukum var dæmdur ósigur eftir sigur liðsins á ÍBV í bikarnum þar sem leikskýrsla Hauka var ekki fullnægjandi 60 mínútum fyrir leik og á tæknifundi.

Í leiknum í kvöld var enginn eftirlitsmaður frá HSÍ.

Það er nokkuð ljóst að þessi leikur á eftir að draga dilk á eftir sér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top