Erlendar fréttir allt á einum stað ((Baldur Þorgilsson)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu. Hægri hornamaður Fuchse Berlín og ítalska landsliðsins, Leo Prantner er meiddur á öxl og leikur ekkert meira með liðinu á þessu ári. Hann gekkst undir aðgerð á öxlinni. Eyjamaðurinn, Elmar Erlingsson skoraði þrjú mörk í sigri Nordhorn á Bayer Dormagen 30-27 á heimavelli í þýsku B-deildinni. Elmar og félagar eru þar með komnir með fjögur stig eftir þrjá leiki. Flensburg unnu Hannover-Burgdorf á heimavelli í lokaleik 4.umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld 37-29. Marius Steinhauser leikmaður Burgdorf var markahæstur á vellinum með níu mörk. Emil Jakobsen og Marko Grgic komu næstir með átta mörk fyrir Flensburg. Lemgo unnu Wetzlar á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag 26-21. Lemgo er með sex stig eftir fjóra leiki á meðan Wetzlar eru með þrjú stig. Stefan Cavor leikmaður Wetzlar var markahæstur á vellinum með átta mörk. Tjörvi Týr skoraði eitt mark í sextán marka tapi Oppenweiler/Backnang gegn Essen í þýsku B-deildinni í dag 36-20. Tjörvi Týr og félagar eru með eitt stig að loknum þremur leikjum. Íslendingalið Magdeburg unnu Stuttgart með níu mörk 32-23 í dag. Ómar Ingi skoraði sex mörk, Gísli Þorgeir fjögur og Elvar Örn Jónsson skoraði tvö. Lenny Rubin var markahæstur Stuttgart með sjö mörk. Þýski markmaðurinn David Späth hefur framlengt samning sinn við Rhein-Neckar Löwen til 2029. David sem er 22 ára gamall og eitt mest efni þjóðverja mun því taka slaginn með Hauki Þrastarsyni og félögum næstu árin. Sporting sigraði Benfica 42-32 í uppgjöri toppliðanna í Portúgal í kvöld. Orri Freyr Þorkelsson leikur með Benfica og Stiven Tobar Valencia leikur með Benfica. Tölfræði úr leiknum liggur ekki fyrir að svo stöddu. Pick Szeged sigraði Budai Farkasok-Rév í ungversku úrvalsdeildinni í dag 28-33. Janus skoraði 2 mörk fyrir Pick Szeged í dag. Þeir eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 4 leiki. Veszprém lið Bjarka Más Elíssonar spilaði fyrsta leik sinn í ungversku deildinni í dag þegar þeir sigruðu FTC 30-42. Bjarki Már var hvíldur í dag eftir leik gegn Álaborg í vikunni í Meistaradeildinni. Álaborg unnu toppslaginn í Danmörk gegn GOG fyrr í dag 40-29 eftir að hafa verið yfir 20-15 í hálfleik. Juri Knorr og Thomas Arnoldsen skoruðu báðir 6 mörk fyrir Álaborg en Fredrik Bjerre var langmarkahæsti leikmaður GOG með 14 mörk. Ágúst Elí Björgvinsson var í hóp hjá Álaborg en Niklas Landin er kominn til baka eftir meiðsli svo það styttist í að Ágúst fari til baka til Esbjerg þaðan sem hann var lánaður. Álaborg situr á toppi deildinnar með fullt hús stiga eftir 3 umferðir. GOG er með 4 stig eftir þennan leik og er í 5.sæti. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk í fyrsta sigri Porto í gærkvöldi. Porto vann afar sannfærandi sigur á Arsenal 43-17 á útivelli. Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson mættu HØJ í kvöld og þurftu að sætta sig við 33-26 tap. Guðmundur Bragi skoraði 2 mörk og Ísak gerði 1 mark en Ringsted er með 2 stig eftir 3.umferðir. Michael Damgaard skoraði 10 mörk fyrir HØJ í kvöld Kristján Örn Kristjánsson hafði hægt um sig í kvöld og skoraði 2 mörk þegar lið hans Skanderborg sigraði Fredericia 33-30. Guðmundar Þórðar Guðmundssonar er þjálfari Fredericia sem hafa unnið 1 leik af þremur í upphafi tímabilsins. Donni og félagar eru hins vegar með 4 stig eftir 3 umferðir. Viggó Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir Erlangen í kvöld þegar þeir gerðu 32-32 jafntefli gegn Melsungen á útivelli. Andri Már Rúnarsson tók einnig þátt í leiknum fyrir Erlangen og skoraði hann 4 mörk. Arnar Freyr Arnarsson skoraði 1 mark fyrir Melsungen sem sitja í 13.sæti þýsku deildarinnar eftir 4 umferðir. Erlangen eru sæti ofar, í 12.sæti, einnig með 3 stig eftir 4 umferðir. Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Chambery unnu góðan útisigur á Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld 29-33. Dunkerque voru yfir 16-14 í hálfleik en Chambery rúlluðu yfir þá í síðari hálfleik. Barcelona tilkynnti í kvöld að Dika Mem verður frá næstu 3 vikurnar vegna tognunar í nára. Það þýðir að hann verður sennilega fjarverandi þegar Barcelona taka þátt í heimsmeistaramóti félagsliða. Elvar Ásgeirsson og félagar í Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni unnu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir unnu frábæran sigur á Bjerringbro/Silkeborg, 34-30. Bjerringbro/Silkeborg hafði byrjað tímabilið mjög vel og unnið báða leikina en heimamenn voru of sterkir í kvöld. Elvar skoraði fjögur mörk úr sex skotum. Janus Daði Smárason tókst ekki að skora en gaf 3 stoðsendingar í tapi Pick Szeged á heimavelli 33-34 í dag þegar þeir mættu Wisla Plock í 1.umferðinni í Meistaradeildinni. Staðan var jöfn 16-16 í hálfleik en Wisla Plock náði 3 marka forskoti í síðari hálfleik og sigldi sigrinum nokkuð þægilega heim undir restina. Blær Hinriksson og félagar í Leipzig náðu í fyrstu sig sín í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar þeir gerðu 24-24 jafntefli við Göppingen á heimavelli þeirra. Blær skoraði 4 mörk í leiknum en þurfti til þess 9 skot. Göppingen jafnaði metinn undir lok leiksins 24-24 og þar við sat. Leipzig eins og áður sagði var að ná í sitt fyrsta stig og sitja í 17.sæti eftir 4 umferðir en Göppingen hafa 4 stig og eru í 9 sæti.Erlendar fréttir: Þriðjudaginn 16. september:
14:30: Hægri hornamaður Berlínar meiddur
Erlendar fréttir: Mánudaginn 15.september:
19:30: Elmar skoraði þrjú í sigri
18:45: Átta marka sigur Flensburgar
Erlendar fréttir: Sunnudaginn 14.september:
17:00: Lemgo vann Wetzlar
17:00: Tjörvi Týr skoraði eitt mark
16:30: Magdeburg unnu Stuttgart
Erlendar fréttir: Laugardaginn 13.september:
20:30 David Späth framlengir við Rhein-Neckar Löwen
20:05 Orri Freyr hafði betur gegn Stieven
20:00 Janus Daði með sigur en Bjarki hvíldur
16:15 Álaborg unnu stórleikinn í danska boltanum
09:15: Þorsteinn Leó skoraði þrjú
Erlendar fréttir: Föstudaginn 12. september
22:05 Stjörnu prýdd lið HØJ sigraði íslendingana
22:05 Donni hafði hægt um sig í sigri
22:00 Melsungen og Erlangen gerðu jafntefli
22:00 Sveinn Jóhannsson og Chambery með sigur
Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 11.september:
21:30 Dika Mem frá vegna meiðsla
21:10: Elvar og félagar með fyrsta sigurinn
19:10: Janus Daði og félagar töpuðu í Meistaradeildinni
19:00: Fyrstu stig Leipzig í vetur
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.