Grétar Áki Andersen (Sævar Jónasson)
Kvennalið ÍR situr á toppi Olís-deildar kvenna með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar eftir sigra gegn Haukum og Stjörnunni í upphafi tímabils. Olís-deildin er farin í landsliðspásu en hefst aftur eftir viku þegar 3.umferðin fer af stað. Í nýjasta þætti Handkastsins var velgengni ÍR rædd og stórleikinn í Olís-deildinni í næstu viku þegar ÍR og Valur mætast í Skógarselinu. ,,ÍR-liðið er skemmtilegt og Grétar Áki þjálfari liðsins er einn af jákvæðum punktunum í kvennaboltanum," sagði Einar Ingi Hrafnsson gestur Handkastsins. ,,Hann er að búa til eitthvað í Breiðholtinu sem er mjög skemmtilegt. Manni finnst sóknarleikurinn vera taktískari og varnarleikurinn er aggresívari og mikill barningur í og ég hef gaman af því," bætti Einar Ingi við. Þá benti Stymmi klippari á að Sara Dögg Hjaltadóttir hafi verið frábær í fyrstu tveimur umferðunum. ,,Sara Dögg hefur verið frábær og nafn sem hefði mátt vera í þessum stóra landsliðshóp sem við vorum að ræða um," sagði Stymmi. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.