Guðmundur Rúnar Guðmundsson (Sævar Jónasson)
Í kvöld fór fram leikur Fjölnis og Hauka 2 í Egilshöll. Fjölnis menn áttu mjög góðan leik á móti Víking í síðustu umferð og flestir bjuggust eflaust við því að þeir myndu fylgja því eftir. En vitað var að þetta tímabil þeirra gæti orðið sveiflukennt sem er strax farið að raungerast. Liðsmenn Hauka 2 gerðu sér lítið fyrir og sigruðu leikinn 28-30 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 14-14. Haukar voru betri í byrjun leiks en annars var leikurinn lengi vel mjög jafn. Mjög sterkur sigur hjá lærisveinum Einars Jónssonar og Bjarna Gunnars Bjarnasonar. Markahæstur hjá Haukum 2 var Helgi Marinó Kristófersson með 9 mörk og tók Ari Dignus Maríuson 6 bolta í markinu Hjá Fjölni voru þeir Victor Máni Matthíasson og Akureyringurinn Heiðmar Örn Björgvinsson með 6 mörk hvor. Bergur Bjartmarsson klukkaði 7 bolta í markinu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.