Valsmenn unnu Þór í spennutrylli
Egill Bjarni Friðjónsson)

Nikola Radovanovic (Egill Bjarni Friðjónsson)

Þór tóku í kvöld á móti Val í Íþróttahöllinni á Akureyri en bæði lið voru með 2 stig eftir tvær umferðir.

Eftir mikla baráttu stóðu Valsmenn uppi sem sigurvegarar, 27-28.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar Nikola Radovanovic lokaði rammanum á löngum köflum með 14 skot varin (56%) og stóðu leikar jafnir, 11-11, í hálfleik.

Það sama var hins vegar ekki uppá teningnum í seinni hálfleik þar sem hann varði einungis einn bolta á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og Valsmenn gengu á lagið og náðu fimm marka forystu, 15-20.

Þórsarar gáfust hins vegar aldrei upp og minnkuðu muninn í eitt mark þegar 10 mínútur lifðu leiks, 23-24. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu að jafna með 3-2-1 varnarleik og 7-6 sóknarleik en nær komust þeir ekki þrátt fyrir að hafa fengið úrvalsfæri á lokamínútunum sá Björgvin Páll við þeim og Valsmenn fara í bæinn með tvö stig eftir eins marks sigur, 27-28.

Markaskor Þórs: Igor Chiseliov 7, Brynjar Hólm Grétarsson 5, Hafþór Már Vignisson 5, Oddur Grétarsson 4, Þórður Tandri Ágústsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Halldór Kristinn Harðarson 1.

Markvarsla Þórs: Nikola Radovanovic 15 (39,5%), Patrekur Guðni Þorbergsson 3 (37,5%).

Markaskor Vals: Andri Finnsson 5, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Dagur Árni Heimisson 4, Kristófer Máni Jónasson 4, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 3, Allan Norðberg 3, Gunnar Róbertsson 3, Viktor Sigurðsson 2.

Markvarsla Vals: Björgvin Páll Gústavsson 12 (30,8%).

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top