Daði skellti í lás – Víkingar sigla frá Eyjum með 2 stig
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stefán Scheving Víkingur ((Kristinn Steinn Traustason)

HBH fengu í dag í heimsókn Víkinga. Fór leikurinn fram í hinum goðsagnakennda gamla sal Eyjamanna.

Fyrstu 10 mínútur leiksins voru jafnar en síðan tóku Víkingar fram úr og réðu lögum og lofum það sem eftir lifði leiks.

Hálfleikstölur voru 12-19 og lokatölur leiksins 26-38. Þægilegur 12 marka sigur hjá Víkingum.

Daði Bergmann Gunnarsson markvörður Víkinga skellti í lás í dag og klukkaði 20 bolta auk þess að ná að skora 1 mark.

Ísak Óli Eggertsson og Kristófer Snær Þorgeirsson voru atkvæðamestir hjá Víking. Ísak Óli með 9 mörk og Kristófer Snær með 8 mörk.

Hjá HBH var Andri Erlingsson atkvæðamestur með 9 mörk og markmennirnir Gabríel Ari og Helgi Þór samtals með 13 bolta varða.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 19
Scroll to Top