Stefán Scheving Víkingur ((Kristinn Steinn Traustason)
HBH fengu í dag í heimsókn Víkinga. Fór leikurinn fram í hinum goðsagnakennda gamla sal Eyjamanna. Fyrstu 10 mínútur leiksins voru jafnar en síðan tóku Víkingar fram úr og réðu lögum og lofum það sem eftir lifði leiks. Hálfleikstölur voru 12-19 og lokatölur leiksins 26-38. Þægilegur 12 marka sigur hjá Víkingum. Daði Bergmann Gunnarsson markvörður Víkinga skellti í lás í dag og klukkaði 20 bolta auk þess að ná að skora 1 mark. Ísak Óli Eggertsson og Kristófer Snær Þorgeirsson voru atkvæðamestir hjá Víking. Ísak Óli með 9 mörk og Kristófer Snær með 8 mörk. Hjá HBH var Andri Erlingsson atkvæðamestur með 9 mörk og markmennirnir Gabríel Ari og Helgi Þór samtals með 13 bolta varða.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.