Breki Hrafn Árnason ((Egill Bjarni Friðjónsson)
Fram 2 fengu Harðarmenn frá Ísafirði í heimsókn í dag í Úlfarsárdalinn. Stutt er síðan ýmislegt gekk á Harðarmönnum í Vestmannaeyjum í frægum leik nú á dögunum og var áhugavert að sjá hvernig þeir myndu svara eftir síðasta leik. Pedro Nunes þjálfari Harðarmanna var í banni í dag og kom það í hlutverk Óskars Jóns Guðmundssonar að stýra liðinu. En uppaldi Þróttarinn, Óskar Jón er að þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Framarar réðu ferðinni frá upphafsflauti og uppskáru sanngjarnan og öruggan sigur 37-29 eftir að staðan hafði verið 19-13 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Breki Hrafn Árnason átti stórleik með 21 varin skot hjá Frömurum. Eflaust eru einhverjar skiptar skoðanir afhverju markmaður í Íslands- og bikarmeistaraliði Framara sé að spila þennan leik í Grill deildinni. Uppaldi Þróttarinn, Arnþór Sævarsson skoraði svo 9 mörk og var atkvæðamestur þeirra. Hjá Harðarmönnum var það Jose Esteves Lopes Neto sem skoraði 8 mörk og Endnis Kusners með 7 mörk. Samtals 11 varðir boltar hjá Herði hjá 3 markmönnum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.