Íslensku stelpurnar fengu skell í Danmörku
KERSTIN JOENSSON / AFP)

Andrea Jacobsen (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Íslenska kvennalandsliðið fékk skell í æfingaleik gegn Danmörku í Danmörku í dag en leikurinn fór fram í Frederikshavn. Leikurinn er liður í undirbúningi beggja liða fyrir HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi í lok ársins.

Danska liðið hafði mikla yfirburði frá fyrstu mínútu og leiddi í hálfleik með ellefu mörkum 23-12.

Dönsku stelpurnar sem voru að leika sinn fyrta leik undir stjórn Helle Thomsen sem tók við liðinu fyrr á þessu ári gáfu ekkert eftir í þeim seinni og uppskáru að lokum sextán marka sigur, 39-23. Danska liðið vann þar með seinni hálfleikinn 16-11.

Danska liðið komst í 4-0 strax í upphafi leiks og voru snemma komnar í 9-4 forystu. Eftir 17 mínútna leik var staðan 14-8 Dönum í vil.

Sonja Lind Sigsteinsdóttir skoraði eitt mark í leiknum en það var hennar fyrsta landsliðsmark á ferlinum.

Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Savehof var markahæst með sex mörk og Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður Blomberg-Lippe kom næst með fimm mörk.

Danmörk hefur verið á meðal sterkustu þjóða heims undanfarin ár og vann til að mynda til silfurverðlauna á EM 2024 á síðasta ári og til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í París nokkrum mánuðum fyrr.

Framundan eru tveir leikir hjá íslenska landsliðinu í forkeppni Evrópukeppninnar um miðjan október. Ísland tekur á móti Færeyjum 15.október á Ásvöllum og leikur síðan gegn Portúgal 19. október ytra. Þetta eru fyrstu tveir leikirnirí fjögurra liða riðli en auk þess er Svartfjallaland í riðlinum.

Markaskorun Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Sandra Erlingsdóttir 2/1, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Dana Björg Guðmundsdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1.

Markvarsla Íslands: Hafdís Renötudóttir 7, Sara Sif Helgadóttir 3.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top