Mun það reynast HSÍ erfitt að sækja auglýsingasamninga?
Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Thea Imani Sturludóttir (Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Málefni HSÍ voru til umræðu í síðasta þætti Handkastsins og þeim breytingu sem eru framundan á skrifstofu sambandsins eftir að Róbert Geir tilkynnti að hann myndi láta af störfum um áramótin.

Stymmi Klippari velti því fram að verkefnið fyrir næsta framkvæmdastjóra væri ærið. ,,Vörumerkið HSÍ er í rúst eftir hvernig Arnarlax og Rapyd málin voru tækluð og ef ég væri auglýsandi myndi ég hugsa mig tvisvar sinnum um hvort ég myndi vilja koma með peninga inn í þetta samband af því að leikmenn hafa verið að halda fyrir, teipa yfir og klæða sig úr búningum til að hylja auglýsingar"

Stymmi sagðist hafa heyrt þessa skoðun frá fleiri en einum aðila í markaðsdeildum hér á landi. ,,Strákarnir Okkar er eitt besta vörumerki sem við eigum en á sama tíma hefur HSÍ farið frekar illa með auglýsendur sína undanfarin 3-4 ár og ekki stigið inní varið þessa ákvarðanir."

Kristinn Björgúlfsson tók það undir og benti á að fyrrum formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefði notast við þá taktík að hverfa bara alveg þegar erfið mál væru til umræðu í kringum sambandið.

Stymmi sagðist því vera hugsi yfir því hvort fyrirtæki þessa lands væru hreinlega tilbúin að koma með fleiri milljónir inn í sambandið meðan það væri búið að fara svona með styrktaraðila sína undanfarin ár.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top