ÍH (ÍH)
Fyrirsögnin er vísan í gamalt slagorð ÍH-inga sem þeir notuðu mikið á árum áður. Gott að sjá þá aftur í næstefstu deild. ÍH-ingar fengu HK 2 í heimsókn í dag í Krikanum. Síðuritari væri þó einna helst til í að sjá þá spila í gömlu góðu Strandgötunni líkt og forðum daga. ÍH réðu ferðinni frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Öruggur sigur hjá þeim 34-23 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-8. Bjarki Jóhannsson var markahæstur með 10 mörk og markmennirnir Kristján Rafn og Jóhannes Andri vörðu 16 skot samtals. Hjá HK var markaskorunin nokkuð jöfn en Styrmir Hugi Sigurðarson skoraði 5 mörk. 11 boltar varðir í markinu af þeim Agli Breka og Patreki Jónasi. Fyrr í dag unnu Víkingar góðan sigur á HBH í Vestmannaeyjum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.