Segist vera 100% viss um hver tekur við af Róberti Geir
(Kristinn Steinn Traustason)

Viggó Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Í nýjasta þætti Handkastsins var rætt um þær stóru fréttir sem bárust frá HSÍ í vikunni að Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ síðustu ár hætti sem framkvæmdastjóri sambandsins um áramótin.

Í Handkastinu sagði Stymmi klippari að það ef HSÍ auglýsir stöðuna lausa væri það ekkert annað en algjör leikþáttur þar sem það væri löngu búið að skrifa handritið og það strax síðasta vor.

,,Ég ætla bara að biðja Coolbet að setja stuðul á þetta en hann verður ekki hár en kannski svipað og góðir innlánsvextir. Ásgeir Jónsson varaformaður HSÍ og fyrrum formaður FH, er byrjaður í 50% starfi hjá HSÍ og hann mun  100% taka við sem næsti framkvæmdastjóri HSÍ," sagði Stymmi klippari.

,,Það var líklega skilyrðin fyrir því að hann myndi taka þetta varaformannsembætti þegar hann fór í þessa vegferð með Jóni Halldórssyni," bætti Stymmi við.

Kristinn Björgúlfsson var gestur Handkastsins og benti hann á að aðgengið að framkvæmdastjóra HSÍ væri með ólíkindum og það þyrfti nýr framkvæmdastjóri að breyta.

,,Með Ásgeiri fær HSÍ inn rekstarmann sem er vanur rekstri. Ég hef oft gagnrýnt það að smæðin á Íslandi gerir það að verkum að ef eitthvað kemur upp á þá getur hver sem er hringt í Róbert Geir. Það er hægt að ná í framkvæmdastjóra sambandsins hvenær sem er og hver sem er getur labbað inn á skrifstofuna. Það er eitt af því sem þarf að stöðva. "

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top