Stelpurnar okkar mæta Dönum í dag
KERSTIN JOENSSON / AFP)

Elín Klara Þorkelsdóttir (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska í vináttulandsleik í Frederikshavn í Danmörku í dag klukkan 14:00. Leikurinn er liður í undirbúningi beggja liða fyrir HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi í lok ársins.

Íslenska kvennalandsliðið er á leið á sitt þriðja stórmót í röð.

Um er að ræða fyrsta leik Danmerkur undir stjórn nýs þjálfara, Helle Thomsen sem tók við liðinu fyrr á þessu ári.

Á sama tíma er þetta fyrsti leikur Óskars Bjarna Óskarssonar sem aðstoðarlandsliðsþjálfara liðsins en hann tók við af Ágústi Jóhannssyni í sumar. Arnar Pétursson er áfram þjálfari kvennalandsliðsins.

Danmörk hefur verið á meðal sterkustu þjóða heims undanfarin ár og vann til að mynda til silfurverðlauna á EM 2024 á síðasta ári og til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í París nokkrum mánuðum fyrr.

Frá árinu 2010 hafa þjóðirnar mæst þrívegis og hefur danska liðið unnið alla leikina með töluverðum yfirburðum. Árið 2010 unnu Danirnir 30-24 sigur á Mobelringen Cup. Árið 2017 vann liðið fimmtán marka sigur í undankeppni Evrópumótsins 29-14 á Íslandi og í sömu keppni í júní árið 2018 vann Danmörk 24-17 sigur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top