Þrjár leika sinn fyrsta landsleik í dag
Eyjólfur Garðarsson)

Sonja Lind spilar sinn fyrsta landsleik í dag. (Eyjólfur Garðarsson)

Kvennalandslið Íslands leikur í dag vináttulandsleik gegn Dönum ytra. Stelpurnar hafa verið saman á æfingum síðan á mánudag og flugu út í gær til Danmerkur segir í tilkynningu frá HSÍ á samfélagsmiðlum sambandsins.

Leikur Danmerkur og Íslands hefst klukkan 14:00 á íslenskum tíma.

Arnar Pétursson og Óskar Bjarni Óskarsson hafa valið sextán manna leikmannahóp Íslands fyrir leikinn í dag. Thea Imani Sturludóttir er ekki í leikmannahópi Íslands enda hefur hún ekkert spilað með Val í upphafi tímabils og ekkert æft með Valsliðinu í margar vikur. Hún var samt sem áður valin í landsliðshópinn að þessu sinni.

Þrír leikmenn leika sinn fyrsta landsleik á ferlinum en það eru þær Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Rakel Oddný Guðmundsdóttir leikmenn Hauka og Matthildur Lilja Jónsdóttir leikmaður ÍR.

Leikmannahópur Íslands er eftirfarandi

Markmenn

Hafdís Renötudóttir, Valur (67/4)

Sara Sif Helgadóttir, Haukar (11/0)

Aðrir leikmenn

Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (1/1)

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (6/5)

Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (63/113)

Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (63/126)

Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (9/20)

Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (62/81)

Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (23/73)

Elín Rósa Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (28/55)

Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (10/19)

Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (24/10)

Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (0/0)

Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (0/0)

Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (35/146)

Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukar (0/0)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top