Verðum að fá aukna viðurkenningu stjórnvalda á okkar mikilvæga hlutverki
Egill Bjarni Friðjónsson)

Sandra Erlingsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson var í viðtali við Hörð Magnússon þáttastjórnanda Handboltahallarinnar í síðasta þætti Handboltahallarinnar um fjárhagsstöðu HSÍ en formaður HSÍ, Jón Halldórsson greindi frá erfiðri stöðu sambandsins í viðtali við Vísi í síðustu viku.

,,Fjárhagstaða HSÍ er mjög erfið og ekki í fyrsta skipti sem sérsamböndin eru mörg hver í erfiðleikum. En staðan er orðin alvarleg,” sagði Hörður Magnússon meðal annars í Handboltahöllinni áður en viðtalið við Willum Þór hófst.

Willum Þór er ánægður með hvernig ný forysta HSÍ fari af stað og segir forystuna vera að gera hárrétt með því að hafa greint stöðuna en á sama tíma horfa í leiðinni til framtíðar.

,,HSÍ hefur tekið samtalið og greint frá stöðunni og setja allt upp á borðið. Í því sameyki að horfa til framtíðar og vera með afreksmiðaða stefnu."

,,Það er auðvitað sláandi uppsafnaður halli en það verður okkar sameiginlega verkefni að takast á við það án þess að slá af því starfi sem er svo dýrmætt bæði í samengi forvarnar og lýðheilsu fyrir íþróttahreyfinguna barna og unglingstarfið og afreksstarfið," sagði Willum.

,,Við stefnum hátt og handboltinn á Íslandi hefur alltaf gert það. Það má kannski segja að góð frammistaða handboltans hafi unnið gegn. Í þessum veruleika erum við að halda úti miklu fleiri landsliðum en áður."

Willum Þór var sjálfur í Norður-Makedóníu í sumar þar sem U17 ára landslið karla vann til gullverðlauna á Ólympíuhátíð æskunnar og kvennalandsliðið vann til bronsverðlauna.

,,Það er verið að halda úti metnaðarfullu afreksstarfi ekki bara í meistaraflokkunum heldur líka unglinga. Það er mjög dýrmætt."

,,Það er gott að greina stöðuna og setja hana upp á yfirborðið. Síðan er þetta alltaf þannig verkefnið að við verðum að fá aukna viðurkenningu stjórnvalda á okkar mikilvæga hlutverki," sagði Willum Þór að lokum.

Viðtalið og umfjöllun Handboltahallarinnar um málið er hægt að horfa á hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top