Bojana Popovic rekin frá Buducnost

HANDBALL-WOMEN-WORLD-DEN-MNE (

Kvennalið Buducnost tilkynnti í dag að Bojana Popovic sé hætt sem þjálfari félagsins. Á sama tíma var staðfest að Zoran Abramovic, reyndur þjálfari frá Cetinje, hafi tekið við sem þjálfari liðsins. Hann mun stýra liðinu í fyrsta sinn nú um helgina þegar Buducnost mætir Evrópumeisturum Györ í 3. umferð Meistaradeildarinnar.

Popovic tók við sem aðalþjálfari í nóvember 2020 eftir að hafa áður verið aðstoðarmaður Dragan Adžić. Hún hefur því verið við stjórnvöl liðsins í fimm ár. Á þessum tíma hefur hún haldið Buducnost í fremstu röð á Balkanskaga og tryggt liðinu reglulega þátttöku í Meistaradeild Evrópu.

Undir hennar stjórn vann Buducnost nokkra innlenda titla, einnig hélt liðið áfram að búa til efnilega leikmenn sem og tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar ár eftir ár. Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að bæta við Evrópumeistaratitla ( en liðið sigraði Meistaradeild kvenna árin 2012 og 2015), hefur Popovic verið mikilvægur hluti af stöðugleika félagsins.

Í yfirlýsingu félagsins segir að samkomulagið um starfslok hafi verið talin besta lausnin að svo stöddu, með þá von að Buducnost nái settum markmiðum tímabilsins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top