Spá Íslendingaliðinu sigri og Aldísi Ástu góðri frammistöðu
Egill Bjarni Friðjónsson)

Aldís Ásta Heimisdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Sænska kvenna úrvalsdeildin hefst með heillri umferð á miðvikudagskvöldið en fjórir Íslendingar leika í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Skara eru ríkjandi deildar- og Svíþjóðarmeistarar eftir lygilegt tímabil á síðustu leiktíð en Lena Margrét Valdimarsdóttir gekk til liðs við félagið frá Fram. Aldís Ásta Heimisdóttir var hluti af liðinu í fyrra sem vann tvöfalt.

Elín Klara Þorkelsdóttir gekk í raðir Savehof frá Haukum í sumar og þá leikur Berta Rut Harðardóttir með Kristianstad.

Það er strax Íslendingaslagur í 1.umferð þegar Elín Klara Þorkelsdóttir mætir meisturunum í Skara í fyrsta heimaleik tímabilsins. Á sama tíma fær Berta Rut og félagar Aranas í heimsókn.

Spá þjálfara deildarinnar var kunngjörð í vikunni og þar er Skara spáð sigri í deildinni og Savehof 2.sæti. Bertu Rut og félögum í Kristianstad er spáð 8.sæti í 12 liða úrvalsdeild.

Þá er einnig spáð fyrir um hvaða leikmenn verða í "All Star - liðinu" eftir tímabilið og þar er Aldís Ásta Heimisdóttir spáð því að stýra liðinu á miðjunni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top