Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir (Bára Dröfn Kristinsdóttir)
Í kvöld mættust Grótta og HK í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi í Grill 66 deild kvenna. Fyrir leikinn höfðu HK stúlkur unnið báða sína leiki og Grótta hafði tapað einum og gert eitt jafntefli. HK gerðu fyrsta mark leiksins og voru alltaf skrefi á undan fyrstu 20 mínútur leiksins. Jafnræði var með liðunum síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks en staðan í hálfleik var 10-11 fyrir HK. Í seinnipart seinni hálfleik tóku svo HK stelpur öll völdin á leiknum og náðu 5 marka forskoti sem þær létu ekki af hendi og lokatölur 21-26. Tinna Ósk Gunnarsdóttir var markahæst hjá HK með 7 mörk og Danijela Sara klukkaði 12 bolta. Hjá Gróttu varði Andrea Gunnlaugsdóttir 18 skot og Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði 8 mörk. Frábær byrjun hjá HK í Grill 66 deildinni og ljóst að þær hljóta að setja stefnuna upp í Olís deildina eftir þessa öflugu byrjun hjá þeim á mótinu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.