Kristján Helgi og Sigurður Páll í fararbroddi í sigri Víkinga á Gróttu
(Kristinn Steinn Traustason)

KA Víkingur Halldór Ingi Óskarsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Víkingur og Grótta mættust í kvöld í Safamýri í Grill 66 deild karla.

Þetta var afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þetta eru þau lið sem er spáð efstu 2 sætunum í deildinni og með tapi hjá Víking hefði Grótta farið í 3 stiga forskot á Víking.

Leikurinn var í góðu jafnvægi og mjög jafn í fyrri hálfleik og var 15-15 þegar gengið var til búningsherbergja.

En þegar korter lifði leiks stigu Víkingar vel á bensíngjöfina og uppskáru að lokum sanngjarnan 5 marka sigur 34-29.

Kristján Helgi Tómasson og Sigurður Páll Matthíasson voru í sérflokki hjá Víkingum. Kristján Helgi með 10 mörk og Sigurður Páll með 9 mörk. Daði Bergmann varði 12 skot hjá þeim.

Hjá Gróttu var Gunnar Hrafn Pálsson markahæstur með 9 mörk. Markmaðurinn stóri og stæðilegi Hannes Pétur Hauksson varði 11 skot.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top