KA Víkingur Halldór Ingi Óskarsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Víkingur og Grótta mættust í kvöld í Safamýri í Grill 66 deild karla. Þetta var afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þetta eru þau lið sem er spáð efstu 2 sætunum í deildinni og með tapi hjá Víking hefði Grótta farið í 3 stiga forskot á Víking. Leikurinn var í góðu jafnvægi og mjög jafn í fyrri hálfleik og var 15-15 þegar gengið var til búningsherbergja. En þegar korter lifði leiks stigu Víkingar vel á bensíngjöfina og uppskáru að lokum sanngjarnan 5 marka sigur 34-29. Kristján Helgi Tómasson og Sigurður Páll Matthíasson voru í sérflokki hjá Víkingum. Kristján Helgi með 10 mörk og Sigurður Páll með 9 mörk. Daði Bergmann varði 12 skot hjá þeim. Hjá Gróttu var Gunnar Hrafn Pálsson markahæstur með 9 mörk. Markmaðurinn stóri og stæðilegi Hannes Pétur Hauksson varði 11 skot.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.