Lærimeyjar Basta með sigur í Egilshöll
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sebastian Alexandersson (Sævar Jónsson

Fjölnir fengu Víkings stúlkur í heimsókn í kvöld í Egilshöllinni í Grill 66 deild kvenna.

Fyrirfram var búist við því að þetta yrði brellinn og brögðóttur leikur og hefði getað farið á ýmsa vegu.

Fjölnis stúlkur skoruðu fyrsta mark leiksins og síðan var þónokkuð jafnræði það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.

Í hálfleik var staðan 11-12 fyrir Víking.

Áfram hélt jafnræðið inn í seinni hálfleikinn en það var ekki fyrr en 12 mínútur lifðu leiks þegar Víking stúlkur náðu 5 marka forskoti og lögðu grunninn að góðum vinnusigri í Egilshöll. Lokatölur 23-27.

Hjá Víkingum lék Hildur Guðjóns við hvurn sinn fingur og skoraði 9 mörk. En hún gekk einmitt til liðs við Safamýrar liðið frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í sumar. Þyrí Erla Sigurðardóttir klukkaði svo 13 bolta.

Hjá Fjölni var línumaðurinn sterki Stefanía Ósk Engilbertsdóttir með 6 mörk og Signý Pála Pálsdóttir fyrrum markvörður Víkings varði 12 skot.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top