Lærimeyjar Basta með sigur í Egilshöll
Sævar Jónsson

Sebastian Alexandersson (Sævar Jónsson

Fjölnir fengu Víkings stúlkur í heimsókn í kvöld í Egilshöllinni í Grill 66 deild kvenna.

Fyrirfram var búist við því að þetta yrði brellinn og brögðóttur leikur og hefði getað farið á ýmsa vegu.

Fjölnis stúlkur skoruðu fyrsta mark leiksins og síðan var þónokkuð jafnræði það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.

Í hálfleik var staðan 11-12 fyrir Víking.

Áfram hélt jafnræðið inn í seinni hálfleikinn en það var ekki fyrr en 12 mínútur lifðu leiks þegar Víking stúlkur náðu 5 marka forskoti og lögðu grunninn að góðum vinnusigri í Egilshöll. Lokatölur 23-27.

Hjá Víkingum lék Hildur Guðjóns við hvurn sinn fingur og skoraði 9 mörk. En hún gekk einmitt til liðs við Safamýrar liðið frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í sumar. Þyrí Erla Sigurðardóttir klukkaði svo 13 bolta.

Hjá Fjölni var línumaðurinn sterki Stefanía Ósk Engilbertsdóttir með 6 mörk og Signý Pála Pálsdóttir fyrrum markvörður Víkings varði 12 skot.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top