Sandra Erlingsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)
Leik ÍBV og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna sem fram átti að fara í Vestmannaeyjum á morgun hefur verið færður til sunnudags. Þetta staðfesti Ólafur Víðir Ólafsson mótastjóri HSÍ við Handkastið. Vegna slæmrar veðurspár hefur HSÍ tekið þá ákvörðun að færa leikinn yfir á sunnudaginn og er nýr leiktími klukkan 13:30. Verður þetta þar með lokaleikur 3.umferðar Olís-deildar kvenna en leikur Hauka og Fram fer fram á morgun klukkan 15:00 og verður í beinni í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Það fer samt sem áður fram handboltaleikur í Vestmannaeyjum á morgun þrátt fyrir slæma veðurspá því karlaleikur ÍBV og Þórs í 4.umferð Olís-deildar karla er enn á dagskrá. Þórsarar stefna á að fljúga til Vestmannaeyja og því þarf ekki að gera breytingar á þeim leik. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.