Sandra Toft - GYOR ((Attila KISBENEDEK / AFP)
Eftir stutt landsleikjahlé hefst keppni í Meistaradeild kvenna á nýjan leik þegar að 3.umferðin fer fram um helgina með mörgum áhugaverðum viðureignum. Í A-riðli mætast liðin sem hafa unnið báða leiki sína til þessa, Gloria Bistrita og Metz en leikurinn fer fram á heimavelli Rúmennana. Evrópumeistararnir í Györ sæka Buducnost heim í leit að sínum þriðja sigri í röð, á meðan Esbjerg vonast til að ná sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar að þær fá Storhamar í heimsókn. Í B-riðli er athyglin mest á leik helgarinnar, þar sem að Brest tekur á móti CSM Búkarest. Þá eru bæði FTC og Sola í leit að sínum fyrstu stigum, á meðan Ikast og Podravka ætla sér að verja heimavöll sinn. OTP Group Buducnost – Györi Audi ETO KC | Laugardagur 27.september kl.16.00 BV Borussia Dortmund – DVSC Schaeffler | Sunnudagur 28.september kl.12.00 Team Esbjerg – Storhamar Handball Elite | Sunnudagur 28.september kl.14.00 Gloria Bistrița – Metz Handball | Sunnudagur 28.september kl.14.00 FTC – Sola HK | Laugardagur 27.september kl. 14.00 HC Podravka – Odense Håndbold | Laugardagur 27.september kl. 16.00 Leikur helgarinnar: Brest Bretagne – CSM Bucuresti | Laugardagur 27.september kl. 16.00 Ikast Håndbold – Krim Mercator | Sunnudagur 28.september kl. 12.00Riðill A
Buducnost fer í sína 32. viðureign við Györ í Evrópukeppnum þegar liðin mætast í Podgorica. Ungverska stórveldið er á toppi riðilsins með tvo sigra í fyrstu leikjum, þar sem liðið hefur skorað flest mörk allra (74 mörk). Buducnost hefur aðeins gert 38 mörk í tveimur leikjum og er án sigurs í sjö CL-leikjum í röð. Nýr þjálfari, Zoran Abramovic, tekur við keflinu á bekknum eftir að Bojana Popovic lét af störfum fyrr í vikunni.
Dortmund situr á botninum eftir tvö töp og eru með lélegustu vörnina í keppninni til þessa en þær hafa fengið á sig 81 mark. Nú mæta Þjóðverjarnir Debrecen, sem hefur unnið einn leik og tapað einum í jöfnum viðureignum. Þetta er fyrsta skiptið sem liðin mætast í Evrópukeppni. Lois Abbingh hefur verið markahæst hjá Dortmund (9 mörk), á meðan Alicia Toublanc er markahæst hjá DVSC (12).
Esbjerg leitar enn að sínum fyrsta sigri eftir tvö naum töp gegn Metz og Györ. Nú bíður norrænn slagur gegn Storhamar, sem komst loks á blað með öruggum sigri á Buducnost í 2. umferð og batt þar með enda á sex leikja taphrinu. Forvitnilegt verður að fylgjast með Oliviu Löfqvist, sem skipti yfir til Esbjerg frá Storhamar í sumar.
Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína, en Metz er ofar í töflunni vegna betra markahlutfalls. Bistrița vann dramatískan sigur á Debrecen í síðustu umferð, á meðan Metz lagði Dortmund með 9 marka mun. Rúmenska liðið reiðir sig mikið á skyttuna Asuka Fujita, sem er næst markahæst í Meistaradeildinni (17 mörk), en hjá Metz hefur Lucie Granier skorað fles mörk eða13 talsins.Riðill B
Bæði lið eru án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. FTC hefur þó spilað vel og er með eina bestu sókn Meistaradeildarinnar, en vörn þeirra hefur hefur ekki verið eins sterk og þær hafa fengið á sig 65 mörk. Sola sem er á sínu fyrsta CL-tímabili hefur mátt þola tvö töp. Camilla Herrem hefur þó verið áberandi með 11 mörk úr 12 skotum (91% nýtni).
Tvö lið í miklu formi mætast í Króatíu – bæði með tvo sigra úr tveimur leikjum. Podravka hefur ekki byrjað jafn sterkt í riðlakeppni síðan 1997/98. Heimakonur treysta á Mateu Pletikosic, markahæsta leikmann keppninnar (19 mörk), en Odense horfir til Altheu Reinhardt í markinu, sem hefur varið 28 skot (32,6%).
Topplið Brest fær CSM í heimsókn í stærsta leik helgarinnar. Brest hefur unnið báða leiki sína hingað til, en CSM tapaði naumlega fyrir Ikast áður en liðið lagði FTC. Sóknir liðanna eru næstum spegilmyndir – bæði hafa skorað 58 mörk og leikurinn gæti orðið tvísýnn fram í rauðan dauða.
Ikast vann dramatískan sigur gegn CSM í fyrstu umferð en tapaði svo fyrir Odense. Krim hefur tapað báðum sínum leikjum og átti í miklum sóknarvandræðum, en þær hafa aðeins náð að skora 42 mörk í þessum tveimur leikjum. Danirnir hafa misst tvo línumenn í meiðsli en fá til liðs við sig franska landsliðskonuna Beatrice Edwige sem frumraun sína með Ikast í þessum leik.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.