Ungliðar Vals með seiglusigur í N1 höllinni
IHF)

Jens Sigurðarson (IHF)

Í kvöld fengu ungliðar Vals í Val 2 lið Fjölnis í heimsókn í N1 höllina að Hlíðarenda.

Úr varð hörkuleikur. Lengi vel var jafnt á öllum tölum.

Í hálfleik var staðan 15-13 fyrir ungliðum Vals. Úr varð að ungliðarnir að Hlíðarenda unnu 29-27 eftir jafnan og spennandi leik.

Logi Finnsson fór á kostum og var með 10 mörk hjá Val 2. Jens Sigurðarson sem er uppalinn í Fossvoginum varði 17 skot.

Hjá Fjölni var Aðalsteinn Aðalsteinsson með 7 mörk. Bergur Bjartmarsson varði 10 skot.

Ungliðar Vals eru með 2 vinninga og 2 töp í byrjun leiktíðar. Fjölnismenn eru með 1 jafntefli og 3 töp.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top