Katrin Klujber (Attila KISBENEDEK / AFP)
Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu kvenna í handbolta hófst í dag með fjórum æsispennandi leikjum. Brest Bretagne og Györi Audi ETO KC halda sínu fullkomna gengi, á meðan Podravka og Odense skiptu með sér stigunum eftir jafntefli. OTP Group Buducnost (MNE) – Györi Audi ETO KC (HUN) 20:36 (6:18) FTC-Rail Cargo Hungaria (HUN) – Sola HK (NOR) 26:25 (9:14) HC Podravka (CRO) – Odense Håndbold (DEN) 31:31 (16:16) Leikur vikunnar: Brest Bretagne Handball (FRA) – CSM Bucuresti (ROU) 34:31 (17:17)A-riðill
Markahæstar: Csenge Fodor 6mörk (Györ), Ivana Godec 5 mörk(Buducnost)
Þetta hefur verið erfið vika hjá Buducnost, sem ákvað að slíta samstarfi við þjálfarann Bojönu Popovic. Zoran Abramovic tók við keflinu en frumraun hans endaði með þriðja tapinu í röð. Györ hóf leikinn með yfirburðum og komst 4:0 yfir og síðar 8:2. Staðan var 18:6 í hálfleik.
Markvörðurinn Zsófi Szemerey átti stórleik með 15 varða bolta (43% markvarsla) og hélt Buducnost í aðeins sex mörkum í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir betri nýtingu í seinni hálfleik átti heimaliðið engin svör við yfirburðum Györ sem kláraði leikinn sannfærandi.B-riðill
Markahæstar: Petra Simon 6 mörk (FTC), Katrin Klujber 6 mörk (FTC) - Camilla Herrem 6 mörk(Sola)
Bæði lið sóttust eftir sínum fyrstu stigum og í fyrstu innbyrðis viðureign þeirra í Evrópukeppni og það var Sola sem byrjaði betur.
Markvarslan hjá Rikke Granlund skilaði Norðmönnum 6:0 forystu og fyrsta mark FTC kom ekki fyrr en á 12. mínútu. Gestirnir leiddu með fimm mörkum í hálfleik, en í seinni hálfleik tók FTC við sér og minnkaði muninn í 18:17.
Sola hélt þó áfram forystunni og var komið í 24:20 þegar sjö og hálf mínúta var eftir. Þá hrukku Daria Dmitrieva og Katrin Klujber í gang, skoruðu fimm mörk í röð og komu FTC yfir 25:24.
Lokamínútan var dramatísk – Dina Olufsen jafnaði úr vítakasti, en Klujber tryggði FTC sigurinn með marki af vítalínunni hálfri mínútu fyrir leikslok.
Markahæstar: Thale Rushfeldt Deila 9 mörk (Odense), Katarina Pandža 8 mörk(Podravka)
Bæði lið vildu halda sigraröð sinni áfram, en þurftu að sætta sig við jafntefli. Odense var með frumkvæðið fyrri hálfleikinn og komst í 9:7, en Podravka jafnaði fyrir hlé.
Í seinni hálfleik tóku Danir við sér og byggðu upp fimm marka forystu, 23:18. Þá steig Podravka upp, sérstaklega Pandza systurnar, og jafnaði í 26:26. Lokamínúturnar voru æsispennandi, Odense komst yfir 31:30 en Josipa Mamic jafnaði með marki þegar 29 sekúndur voru eftir.
Markahæstar: Clarisse Mariot 9 mörk (Brest), Trine Jensen 9 mörk (CSM)
Eftir fyrstu tvær umferðirnar höfðu bæði lið skorað jafn mörg mörk (58), og það kom ekki á óvart að staðan væri jöfn í hálfleik.
En í seinni hálfleik tók Brest völdin. Brest breytti stöðunni í 26:20 eftir 5-0 kafla. Clarisse Mariot og Annika Lott skoruðu 16 af 34 mörkum Brest, og markvarslan hjá Camille Depuiset á ögurstundu var lykilatriði. CSM reyndi að svara, þar sem Elizabeth Omoregie fór fremst í flokki en hún skoraði öll sín sjö mörk í seinni hálfleik, en Brest hélt fengnum hlut og vann sannfærandi sigur.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.