Brest og Györ halda áfram sigurgöngu – Podravka og Odense gera jafntefli
Attila KISBENEDEK / AFP)

Katrin Klujber (Attila KISBENEDEK / AFP)

Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu kvenna í handbolta hófst í dag með fjórum æsispennandi leikjum. Brest Bretagne og Györi Audi ETO KC halda sínu fullkomna gengi, á meðan Podravka og Odense skiptu með sér stigunum eftir jafntefli.

A-riðill

OTP Group Buducnost (MNE) – Györi Audi ETO KC (HUN) 20:36 (6:18)
Markahæstar: Csenge Fodor 6mörk (Györ), Ivana Godec 5 mörk(Buducnost)
Þetta hefur verið erfið vika hjá Buducnost, sem ákvað að slíta samstarfi við þjálfarann Bojönu Popovic. Zoran Abramovic tók við keflinu en frumraun hans endaði með þriðja tapinu í röð. Györ hóf leikinn með yfirburðum og komst 4:0 yfir og síðar 8:2. Staðan var 18:6 í hálfleik.
Markvörðurinn Zsófi Szemerey átti stórleik með 15 varða bolta (43% markvarsla) og hélt Buducnost í aðeins sex mörkum í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir betri nýtingu í seinni hálfleik átti heimaliðið engin svör við yfirburðum Györ sem kláraði leikinn sannfærandi.

B-riðill

FTC-Rail Cargo Hungaria (HUN) – Sola HK (NOR) 26:25 (9:14)
Markahæstar: Petra Simon 6 mörk (FTC), Katrin Klujber 6 mörk (FTC) - Camilla Herrem 6 mörk(Sola)
Bæði lið sóttust eftir sínum fyrstu stigum og í fyrstu innbyrðis viðureign þeirra í Evrópukeppni og það var Sola sem byrjaði betur.
Markvarslan hjá Rikke Granlund skilaði Norðmönnum 6:0 forystu og fyrsta mark FTC kom ekki fyrr en á 12. mínútu. Gestirnir leiddu með fimm mörkum í hálfleik, en í seinni hálfleik tók FTC við sér og minnkaði muninn í 18:17.
Sola hélt þó áfram forystunni og var komið í 24:20 þegar sjö og hálf mínúta var eftir. Þá hrukku Daria Dmitrieva og Katrin Klujber í gang, skoruðu fimm mörk í röð og komu FTC yfir 25:24.
Lokamínútan var dramatísk – Dina Olufsen jafnaði úr vítakasti, en Klujber tryggði FTC sigurinn með marki af vítalínunni hálfri mínútu fyrir leikslok.

HC Podravka (CRO) – Odense Håndbold (DEN) 31:31 (16:16)
Markahæstar: Thale Rushfeldt Deila 9 mörk (Odense), Katarina Pandža 8 mörk(Podravka)
Bæði lið vildu halda sigraröð sinni áfram, en þurftu að sætta sig við jafntefli. Odense var með frumkvæðið fyrri hálfleikinn og komst í 9:7, en Podravka jafnaði fyrir hlé.
Í seinni hálfleik tóku Danir við sér og byggðu upp fimm marka forystu, 23:18. Þá steig Podravka upp, sérstaklega Pandza systurnar, og jafnaði í 26:26. Lokamínúturnar voru æsispennandi, Odense komst yfir 31:30 en Josipa Mamic jafnaði með marki þegar 29 sekúndur voru eftir.

Leikur vikunnar: Brest Bretagne Handball (FRA) – CSM Bucuresti (ROU) 34:31 (17:17)
Markahæstar: Clarisse Mariot 9 mörk (Brest), Trine Jensen 9 mörk (CSM)
Eftir fyrstu tvær umferðirnar höfðu bæði lið skorað jafn mörg mörk (58), og það kom ekki á óvart að staðan væri jöfn í hálfleik.
En í seinni hálfleik tók Brest völdin. Brest breytti stöðunni í 26:20 eftir 5-0 kafla. Clarisse Mariot og Annika Lott skoruðu 16 af 34 mörkum Brest, og markvarslan hjá Camille Depuiset á ögurstundu var lykilatriði. CSM reyndi að svara, þar sem Elizabeth Omoregie fór fremst í flokki en hún skoraði öll sín sjö mörk í seinni hálfleik, en Brest hélt fengnum hlut og vann sannfærandi sigur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top