Guðjón Valur að gera góða hluti í upphafi móts (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 19 bolta þegar Barcelona sigraði Taubaté á heimsmeistaramóti félagsliða í Egyptalandi í dag, 41-22. Viktor Gísli var einnig valinn maður leiksins af mótshöldurum. Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten sem vann 10 marka sigur á HSC Suhr Aarau í svissneksu deildinni í dag. Óðinn Þór skoraði 10 mörk úr 11 tilraunum og Kadetten situr ennþá á toppi deildinnar með fullt hús stiga. Úlfar Páll Monsi Þórðarsson skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum þegar lið hans Alkaloid vann stórsigur á útivelli í dag gegn HC Radovish. Danski landsliðsmaðurinn Lasse Andersson hefur verið kynntur sem leikmaður danska félagsins HØJ frá og með næsta sumri. Hann gengur í raðir HØJ frá Fuchse Berlín og gerir fjögurra ára samning. Í kvöld fóru fram tveir leikir í sænsku úrvalsdeildinni. Sävehof unnu sinn fyrsta leik í ár þegar þeir unnu Skövde á útivelli í hörkuleik, 25-27. Birgir Steinn Jónsson var besti maður gestanna en hann skoraði átta mörk úr tíu skotum og bætti við tveimur stoðsendingum og fékk að auki eina brottvísun. Á sama tíma töpuðu Íslendingalið Amo sínum fyrsta leik í deildinni í ár en þeir töpuðu á útivelli fyrir Alingsås, 34-30. Arnar Birkir Hálfdánsson átti erfitt uppdráttar í kvöld en hann skoraði fjögur mörk úr ellefu skotum og bætti við 4 stoðsendingum en tapaði boltanum einnig þrívegis. Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach halda góðri byrjun sinni áfram í Þýsku Bundesligunni en þeir unnu í kvöld lið Stuttgart á heimavelli, 33-26. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum og fékk að auki eina brottvísun. Arnór Þór Gunnarsson og lærisveinar hans í Bergischer eru hinsvegar á hinum enda töflunnar og brösug byrjun þeirra hélt áfram en þeir töpuðu í kvöld fyrir Lemgo á útivelli, 28-25. Síðasti leikur kvöldsins var síðan þegar Kiel vann Minden nokkuð örugglega, 33-25 en þeir eru efstir með sex sigra úr sex leikjum. Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti sinn besta leik á tímabilinu í kvöld þegar hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 15 mörk úr 16 skotum er Kadetten unnu Wacker Thun, 37:30, á útivelli í Sviss. Kadetten hefur unnið alla sex leiki sína á tímabilinu. Orðrómur er á kreiki um að Nikola Roganovic leikmaður Malmö í Svíþjóð gangi í raðir Gummersbach næsta sumar. Roganovic fór á kostum í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hann er 21 árs vinstri skytta. Hann var næst markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð á eftir Óla Mittún sem gekk í raðir GOG í sumar. Á þessu tímabili hefur hann byrjað fyrstu tvo leikina með því að skora samtals 21 mark og gefa tíu stoðsendingar. Tvö Íslendingalið áttu leik í Sænsku deildinni í kvöld. Kristianstad með Einar Braga Aðalsteinsson mætti Helsingborg á útivelli í hörkuleik sem endaði með jafntefli 30-30. Einar Bragi skoraði fimm mörk í níu skotum og bætti við fjórum stoðsendingum. Í Ystad tóku heimamenn og sænsku meistararnir á móti Arnóri Viðarssyni og félögum hans í Karlskrona. Arnór átti fínan leik og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum og bætti við einni stoðsendingu en því miður reyndust heimamenn of sterkir og unnu góðan sigur, 36-32. Ísak Steinsson varði þrettán skot af þeim fjörutíu skotum sem hann fékk á sig eða 33% þegar lið hans Drammen sigraði Fjellhammer, 38-37 í framlengdum leik í kvöld. Elmar Erlingsson og félagar í Nordhorn unnu stórsigur á Dessau-Rosslauer í annarri Bundesligunni í dag, lokatölur urðu 22-37 fyrir gestina. Elmar skoraði fjögur mörk úr sjö skotum. Tryggvi Þórisson og félagar í Elverum slógu út Þorstein Gauta Hjálmarsson og félaga hans í Sandefjord eftir 37-34 sigur þeirra á heimavelli í dag, Tryggvi var ekki með í dag en Þorsteinn Gauti skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum, bætti við einni stoðsendingu og fékk tvisvar sinnum brottvísun. Dagur Gautason og félagar í Arendal féllu einnig úr leik eftir tap í framlengdum leik gegn Bækkelaget, 41-42. Dagur spilaði ekki fyrir Arendal í dag. Stórleikur fór fram í Norður-Makedóníu í dag þegar Alkaloid og Eurofarm Pelister mættust í 3.umferð deildarinnar. Leiknum lauk með stórmeistara jafntefli 33-33 þar sem Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Alkaloid skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Einn leikur er búinn í þýsku úrvalsdeildinni í dag þar sem Þýskalandsmeistarar Fuchse Berlín höfðu betur á heimavelli gegn Íslendingaliði Melsungen 30-24. Mathias Gidsel var markahæstur á vellinu með níu mörk. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í leiknum. Kolstad unnu eins marks sigur á B-deildarliði Bergsoy í norska bikarnum í dag 27-26. Sigvaldi Björgn Guðjónsson var markahæstur í liði Kolstad með fimm mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö en Arnór Snær Óskarsson var ekki meðal markaskorara. Sigurjón Guðmundsson átti eina stoðsendingu í marki Kolstad og varði tvö skot af níu. Sveinn Jóhannsson leikmaður Chambéry í frönsku úrvalsdeildinni tapaði gegn Montpellier í kvöld 28-21. Sveinn skoraði 1 mark í leiknum sem fram fór á heimavelli Montpellier. Chambéry situr í 9 sæti deildinnar með 3 stig eftir 3 umferðir. Óðinn Þór Ríkharðsson hélt uppteknum hætti í svissnesku deildinni og var á meðal markahæstu manna þegar Kadetten unnu St.Omar/St.Gallen á heimavelli í dag, 44-32. Óðinn Þór skoraði 6 mörk í sigrinum í dag og héldu Kadetten sigurgöngu sinni áfram í svissnesku deildinni en þeir sitja í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5.umferðir. Allir strákarnir okkar voru að spila í portúgölsku deildinni í dag. Stiven Tobar Valencia og liðsfélgar hans í Benfica unnu FC Gaia á heimavelli með 11 marka mun, 45-34. Porto, lið Þorsteins Leó Gunnarssonar, unnu Belenenses 41-34 á heimavelli í dag. Skýrslur úr leikjunum lágu ekki fyrir svo markaskor okkar manna verður uppfært síðar. Bjarki Már Elísson skoraði 6 mörk fyrir Veszprem sem sigruðu Pier 42-21 í ungversku deildinni í dag. Veszprem situr í 2 sæti deildinnar með fullt hús stiga að loknum 3 leikjum en Pick Szeged eru á toppnum með 8 stig og hafa leikið einum leik meira. Hannes Jón Jónsson og strákarnir hans í Alpla Hard þurftu að sætta sig við tap í dag gegn Krems á heimavelli Krems 32-31. Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur á vellinum en hann skoraði 10 mörk fyrir Alpla Hard. Tryggvi Garðar Jónsson sem gekk til liðs við Alpla Hard í sumar skoraði 1 mark í leiknum. Alpla Hard eru með 1 stig eftir 3 umferðir og sitja í næst síðasta sæti deildinnar. Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði fimm mörk í sigri Amo á Vasteras Irsta 33-26 í sænsku úrvalsdeildinni. Amo hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Íslendingaliðin Ringsted og Ribe Esbjerg gerðu jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í dag 32-32. Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Ribe Esbjerg á meðan Guðmundur Bragi skoraði tvö og Ísak Gústafsson fjögur fyrir Ringsted. Rasmus Graffe leikmaður Ringsted var markahæstur með tíu mörk og Jerry Tollbring var markahæstur Ribe-Esbjerg með átta mörk. Danska miðilinn, BT greinir frá því að danski landsliðsmaðurinn Lasse Andersson leikmaður Fuchse Berlín gangi í raðir HÖJ í dönsku úrvalsdeildinni næsta sumar. HÖJ eru nýliðar í dönsku úrvalsdeildinni en meðal leikmanna sem leika með liðinu eru Hans Lindberg, Michael Damgaard, Hampus Wanne og Jannick Green . Hákon Daði Styrmisson var næst markahæstur tapi Einstracht Hagen í gærkvöldi gegn Elbflorenz 37-36 í þýsku B-deildinni. Hákon Daði skoraði sex mörk í leiknum. Þetta var fyrsta tap liðsins á tímabilinu.Erlendar fréttir: Laugardagurinn 27.september
19:40 Viktor Gísli maður leiksins í sigri Barcelona
18:00 Óðinn Þór markahæstur í 10 marka sigri
17:50 Monsi með markahæstur í stórsigri
Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 25.september:
21:00: Lasse Andersson til HØJ
20:00: Sävehof komnir á blað - Birgir Steinn með stórleik
19:45: Gummersbach áfram á góðri siglingu
Erlendar fréttir: Miðvikudaginn 24.september:
20:00: Óðinn nánast óstöðvandi
Erlendar fréttir: Mánudaginn 22. september:
21:30: Guðjón Valur að sækja ungan Svía
20:10: Íslendingar í stóru hlutverki í Svíþjóð
Erlendar fréttir: Sunnudaginn 21.september:
21:00: Ísak áfram í Norska bikarnum
19:10: Elmar með fjögur mörk í stórsigri
19:00: Tvö Íslendingalið úr leik í Norska bikarnum
18:00: Monsi með sjö mörk í stórleik í Makedóníu
15:00: Fuchse Berlín hafði betur gegn Melsungen
13:30: Kolstad slapp með skrekkinn
Erlendar fréttir: Laugardaginn 20.september:
23:00: Sveinn í tapliði
19:25: Óðinn Þór hélt uppteknum hætti í Sviss
19:20: Íslendingarnir með sigra í Portúgal
19:20: Stórsigur Veszprem
19:20: Erfið byrjun Alpla Hard heldur áfram
16:50: Arnar Birkir skoraði fimm
15:05: Jafntefli í Íslendingaslag í Danmörku
14:05: Danskur landsliðsmaður á leið til HÖJ
14:00: Hákon Daði næst markahæstur
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.