Hefði viljað hamra járnið meðan það var heitt
Kristinn Steinn Traustason)

wFram (Kristinn Steinn Traustason)

Haukar og Fram áttust við í stórleik 3.umferðar Olís-deildar kvenna í dag á Ásvöllum. 

Fram var með undirtökin allan seinni hálfleikinn og var tveimur mörkum yfir þegar rúmlega mínúta var eftir af leiknum en Haukar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur 27-27.

Katrín Anna Ásmundsdóttir var í viðtali við Árna Stefán Guðjónsson í Sjónvarpi Símans strax að leik loknum en leikurinn var sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

,,Ég er ógeðslega svekkt. Mér fannst eins og við hefðum átt að klára þetta. Við vorum með þetta, þremur mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir og ég hefði viljað hamra á járnið meðan það var heitt.”

,,Mér fannst vörnin fín og betri en í síðustu leikjum en mér fannst hún ekki nægilega góð. Við vorum að fá auðveldar línusendingar á okkur og við vorum ekki að klára okkar mann og vorum með alltof mikla hjálparvörn.”

Katrín Anna skoraði fimm mörk fyrir Fram í leiknum og var næst markahæst í liði Fram á eftir Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur sem skoraði sex mörk.

,,Ég er sátt að vera komin í Fram og mér finnst þetta mjög spennandi verkefni. Þetta er algjörlega nýtt lið en geggjaðar stelpur. Við eigum helling inni og það sem ég hef séð á æfingum höfum við ekki náð að sýna í leikjum. Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu," sagði Katrín sem var spurð út í markmið liðsins en Fram var spáð 3.sæti í deildinni fyrir tímabilið.

,,Mig langar að vinna en 3.sætið er fínt. En ég sé fyrir mér að fá einhverja bikara í enda tímabilsins," sagði Katrín Anna að lokum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top