Selfoss tapaði í Aþenu
Sigurður Ástgeirsson)

Hulda Dís var markhahæst. (Sigurður Ástgeirsson)

Kvennalið Selfoss tapaði í dag í sínum fyrsta kvenna Evrópuleik í sögu félagsins 32-26 gegn gríska liðinu AEK Athens. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 1.umferð Evrópubikarsins.

Staðan í hálfleik var 16-12 grísku stelpunum í vil en þær voru með undirtökin meira og minna allan leikinn.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst í liði Selfoss með fimm mörk ásamt Ídu Bjarklind Magnúsdóttur. Arna Kristín Einarsdóttir skoraði fjögur mörk ásamt Miu Syverud. Eva Lind Tyrfingsdóttir skoraði þrjú mörk og aðrar minna

Liðin mætast á sunnudaginn í næstu viku á Selfossi klukkan 18:00. Selfoss liðið hefur byrjað tímabilið illa og eru án stiga í Olís-deild kvenna eftir þrjár umferðir. Liðið fer til Eyja 1.október og mætir þar ÍBV áður en liðið fær gríska liðið í heimsókn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top