Uppselt á leiki Íslands á HM
(Beate Oma Dahle / NTB / AFP) / Norway OUT / NORWAY OUT

Díana Dögg Magnúsdóttir ((Beate Oma Dahle / NTB / AFP) / Norway OUT / NORWAY OUT

Uppselt er á alla leikdaga Íslands á HM sem fram fer í Þýskalandi dagana 26. - 30.nóvember en leikir Íslands fara fram í Porsche Arena höllinni í Stuttgart.

Íslenska kvennalandsliðið er í riðli með heimakonum í Þýskalandi, Úrúgvæ og Serbíu en þrjú efstu liðin fara áfram en neðsta liðið keppir um Forsetabikarinn sem Ísland eru handhafar frá síðasta heimsmeistaramóti.

Mikill áhugi er fyrir mótinu en tveir mánuðir eru þangað til flautað verði til leiks á mótinu.

Það var vitað mál að þýska landsliðið myndi fá góðan stuðning í leikjum sínum á HM en fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Þjóðverjum. Gera má ráð fyrir að þéttsetið verði í Porsche Arena höllinni sem tekur 8000 manns í sæti.

Seldir eru leikdagsmiðar sem gilda á alla leiki dagsins og því má gera ráð fyrir að töluvert fámennara verði á leikjunum sem Þýskaland er ekki að leika.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top