22 varin skot Szonju Szöke dugði ekki til
(Brynja Traustadóttir)

wFH ((Brynja Traustadóttir)

Ungmennalið Fram fékk í dag FH stúlkur í heimsókn í Lambhagahöllina í Grill 66 deild kvenna.

Frá fyrstu mínútu leiksins höfðu Fram stúlkur yfirhöndina og enduðu á að sigra leikinn 30-27 eftir að staðan hafði verið 14-11 í hálfleik.

Sigurinn var því mjög sanngjarn hjá Fram stúlkum. FH eru enn í leit að sínum fyrstu stigum á þessu keppnistímabili.

Óhætt er að segja að þetta hafi verið leikur markmannanna en Szonja Szöke varði 22 skot hjá FH og unglingalandsliðskonan efnilega Arna Sif Jónsdóttir varði 21 skot hjá Fram.

Hjá FH var Thelma Dögg Einarsdóttir með 11 mörk og hjá Fram var Sóldís Rós Ragnarsdóttir með 9 mörk.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top