Við þurfum að vinna vel í varnarleiknum
Baldur Þorgilsson)

Anton Rúnarsson (Baldur Þorgilsson)

Valsstelpur standa ágætlega að vígi eftir fyrri leik sinn gegn hollensku meisturunum í JuRo Unirek sem fram fór í Hollandi í gær. Valur vann eins marks sigur 31-30 en síðari leikur liðanna fer fram í N1-höllinni næstkomandi sunnudag.

Sigurvegarar úr einvíginu mæta þýska liðinu Blomberg-Lippe í 2.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Handkastið heyrði í Antoni Rúnarssyni þjálfara Valsliðsins og spurði hann út í leikinn.

,,Byrjunin gekk ekkert frábærlega hjá okkur og við lentum 4-1 undir. Þær voru að keyra mikið á okkur og við vorum að fá á okkur mörk úr seinni bylgju og þegar skytturnar þeirra fengu að ganga svolítið á lagið.  Við vorum í smá brasi með það,” sagði Anton sem sagði að Valsliðið hafi síðan unnið sig hægt og bítandi inn í leikinn og náð að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-15 hollenska liðinu í vil.

,,Sóknarleikurinn var heldur ekki frábær, mikið af töpuðum boltum og smá hik. Þetta var engin óska byrjun hjá okkur gegn þessu liði.”

,,Seinni hálfleikurinn var töluvert skárri og við náðum á köflum upp góðri vörn og sókn en það er klárt mál að við þurfum að vinna vel í varnarleiknum fyrir seinni leikinn.”

,,Þær komust alltof oft upp með auðveld mörk eftir klippingar og annað slíkt og við vorum ekki nægilega aggreisvíar að mæta því.”

Anton var ánægður með karakterinn í liðinu að klára leikinn og sagði að ungu og efnilegu leikmenn liðsins hafi fengið mikla og dýrmæta reynslu úr þessum leik.

,,Það var vel mætt á höllina og góð stemning. Það var gott að klára þennan leik Við vorum komnar með þetta í fimm mörk í seinni hálfleik en misstum þetta niður í lokin. Við ætlum klárlega að vinna seinni leikinn og komast áfram í næstu umferð,” sagði Anton Rúnarsson þjálfari Vals í samtali við Handkastið.

Valur heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn í 4.umferð Olís-deildar kvenna á miðvikudaginn áður en liðin mætast í seinni leik 1.umferðar forkeppni Evrópudeildarinnar næstkomandi sunnudag klukkan 16:00 á Hlíðarenda.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top