Henny Reistad (Attila KISBENEDEK / AFP)
Sunnudagsleikirnir í 3. umferð Meistaradeildar kvenna buðu upp á mikla spennu í báðum riðlum. Í A-riðli náði Borussia Dortmund sínum fyrsta sigri á tímabilinu í æsispennandi leik gegn DVSC Schaeffler, á meðan Team Esbjerg sló loks í gegn með sannfærandi framgöngu gegn Storhamar. Gloria Bistrita veitti frönsku meisturunum í Metz harða keppni, en töpuðu á endanum í fyrsta sinn á tímabilinu, þar sem Metz hélt áfram sigurgöngu sinni. Í B-riðli tryggði Ikast Håndbold sér sigur á Krim og er því enn ósigraðar á heimavelli. Borussia Dortmund (GER) – DVSC Schaeffler (HUN) 28:26 (17:17) Gloria Bistrita (ROU) – Metz Handball (FRA) 24:31 (11:14) Team Esbjerg (DEN) – Storhamar (NOR) 30:24 (17:14) Ikast Håndbold (DEN) – Krim (SLO) 27:25 (12:8)Riðill A
Markahæstar: Alina Grijseels 9 mörk (BVB), Océane Sercien-Ugolin 6 mörk (DVSC)
Heimaliðið fagnaði sínum fyrsta sigri og skildi DVSC eftir með annað tap í röð. Dortmund byrjaði betur, komst í 2:0 og hélt yfirhöndinni í 15 mínútur. Ungverska liðið jafnaði 9:9 á 17. mínútu en náði aldrei forystu, þar sem Sarah Wachter stóð vaktina í marki þýska liðsins.
Seinni hálfleikurinn var jafn áfram, en á síðustu tíu mínútunum var það Wachter sem gaf Dortmund byr undir báða vængi. Með 3:0 kafla tók þýska liðið stjórnina og nýtti sér rauða spjaldið á Jovana Jovovic leikmaður DVSC fékk til að tryggja sigurinn, 28:26.
Markahæstar: Asuka Fujita 6 mörk(Gloria), Sarah Bouktit 7 mörk (Metz)
Metz hóf leikinn með látum og komst í 5:0 þar sem Johanna Bundsen var frábær í markinu. Gloria jafnaði sig smám saman og með stuðningi heimavallarins náðu þær að minnka muninn í 8:6.
Í seinni hálfleik hélt brasilíski markvörðurinn Renata de Arruda, Gloria inni í leiknum og náðu þær að minnka í 21:20 á 48. mínútu. En í lokakaflanum minnkaði orkan, Metz nýtti tækifærið og vann sannfærandi 31:24.
Markahæstar: Henny Reistad 9 mörk (Esbjerg), Sanne Løkka Hagen 5 mörk(Storhamar)
Danska liðið sótti sín fyrstu stig í leik þar sem Reistad og Tabea Schmid leiddu sóknina. Storhamar hélt sér inni í leiknum fram í miðjan fyrri hálfleik, en góður kafli Esbjerg undir lok fyrri hálfleiks tryggði þeim þriggja marka forystu í hálfleik.
Í seinni hálfleik héldu heimakonur haus og áttu sterkan leik gegn norsku sókninni. Með samstilltum varnarleik tryggðu þær 30:24 sigur.Riðill B
Markahæstar: Stine Skogrand 5 mörk (Ikast), Ana Abina 6 mörk (Krim)
Ikast náði sínum öðrum sigri á tímabilinu og þeim sjötta gegn slóvenska liðinu. Vörn og markvarsla einkenndi byrjunina þar sem bæði lið voru með yfir 50% markvörslu eftir tíu mínútur.
Krim náði smávægilegri forystu en Ikast sneri leiknum sér í vil og var 12:8 yfir í hálfleik.
Í síðari hálfleik byggðu Danirnir upp sex marka forskot sem reyndist vega þungt í lok leiks. Þrátt fyrir lokasprett Krim tryggði Ikast sér 27:25 sigur og eru enn ósigraðar á heimavelli.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.