ÍBV reyndist sterkari aðilinn á lokakaflanum
Egill Bjarni Friðjónsson)

Amelía Dís Einarsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Eyjastelpur reyndust sterkari aðilinn undir lok leiks í sigri liðsins á Stjörnunni í 3.umferð Olís-deildar kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 31-27 eftir að Stjarnan hafi verið yfir 25-26 þegar skammt var eftir af leiknum.

Það var hinsvegar ÍBV sem skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins eftir að staðan hafi verið jöfn 27-27 og unnu að lokum fjögurra marka sigur í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið. Staðan í hálfleik var 16-15 ÍBV í vil.

Alexandra Ósk Viktorsdóttir kom gríðarlega sterk inn í lið ÍBV og skoraði sjö mörk og þær Amelía Dís Einarsdóttir, Ásdís Halla Hjarðar og Birna Berg Haraldsdóttir komu næstar með sex mörk.

Hjá Stjörnunni var Natasja Hammer allt í öllu í sóknarlið liðsins með átta mörk. Systurnar Anna Lára Davíðsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir komu næstar með fjögur mörk hvor.

Amalia Froland var með 14 varða bolta í marki ÍBV og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði 15 bolta í marki Stjörnunnar.

ÍBV er þar með komnar með fjögur stig að loknum þremur leikjum en Stjarnan er á botni deildarinnar ásamt Selfossi án stiga.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top