Katrín Helga með 16 mörk í sigri Mosfellinga
(Baldur Þorgilsson)

Laufey Helga Óskarsdóttir ((Baldur Þorgilsson)

Valur 2 fékk Aftureldingar stúlkur í heimsókn í kvöld í N1 höllina að Hlíðarenda.

Fyrri hálfleikur var tiltölulega jafn og var staðan 13-14 í hálfleik fyrir UMFA.

Vals stelpur byrjuðu seinni hálfleikinn örlítið betur en það var ekki fyrr en 10 mínútur lifðu leiks að Afturelding náði góðu forskoti og þær slepptu ekki tökunum fyrr en yfir lauk. Góður 26-33 sigur Mosfellinga staðreynd.

Katrín Helga Davíðsdóttir var með sannkallaðan stjörnuleik fyrir UMFA og skoraði 16 mörk og Susan Ines Gamboa skoraði 8.

Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir atkvæðamest eins og oft áður með 11 mörk. Næst henni kom Lena Líf Orradóttir með 5 mörk.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top