Janus Daði gæti verið lengi frá – Þetta var ógeðslegt
(Kristinn Steinn Traustason)

Janus Daði Smárason ((Kristinn Steinn Traustason)

Líkt og fram kom í gær á Handkastinu þá meiddist Janus Daði Smárason leikmaður Pick Szeged að því virtist gífurlega illa í leik gegn Tatabánya í ungversku úrvalsdeildinni.

Heimildir Handkastsins herma að Janus Daði hafi slitið krossband. Ekki hefur náðst í Janus Daða eftir atvikið og þá hefur Pick Szeged ekkert gefið út á sínum miðlum.

Rætt var um atvikið í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Guðjón Guðmundsson var gestur þáttarins.

Styrmir sagðist hafa hugsað til Gaupa í gærkvöldi þegar hann skrifaði fréttina þar sem þeir höfðu rætt það fyrr í mánuðnum að 3-4 mánuðir væri langur tími í handbolta og margt gæti gerst áður en íslenska landsliðið hæfi leik á stórimóti.

,,Ég horfði á þetta video tvisvar sinnum sem var eiginlega tvisvar of oft því þetta var ógeðslegt," sagði Styrmir um atvikið og mælti með að Arnar Daði myndi sleppa því að horfa á myndbandið en mælti þó með að hlustendur mættu lesa fréttina.

Líkt og fram kom um daginn þá hefur Janus Daði verðið orðaður við Barcelona fyrir næsta tímabil og hafði Styrmir áhyggjur af því hvort þetta gæti sett strik í reikninginn en Arnar Daði hafði minni áhyggjur af því. ,,Ég hafði samband við Janus í síðustu viku og þá vildi hann meina að það ætti eftir að skrifa undir félagsskiptin en hann er aldrei að fara að spila í Barcelona eftir ár og hann ætti að vera klár þegar næsta tímabil byrjar."

Gaupi fann mikið til með Janusi ,,þú veist aldrei hvernig þú kemst í gegnum svona lagað, hvernig verður endurheimtin, hvernig verður endurhæfingin og síðan verður maður að telja niður því það verða 10 mánuðir þangað til hann kemur á parketið aftur."

Þetta er einnig mikið áfall fyrir íslenska landsliðið því Janus Daði hefur verið að leysa bakvörðinn í vörn frábærlega á síðustu stórmótum þannig það skarð verður ekki auðfyllt.

Handkastið mun fylgjast með framvindu mála og færa ykkur upplýsingar um stöðu mála um leið og þær berast.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top