ÍBV hafði mikla yfirburði í Suðurlandsslagnum
Egill Bjarni Friðjónsson)

Amalie Froland (Egill Bjarni Friðjónsson)

ÍBV vann Selfoss með níu mörk 31-22 í fyrsta leik 4.umferðar í efstu deild kvenna í kvöld á heimavelli. Staðan í hálfleik var 16-12 ÍBV í vil.

Selfoss er í miðju Evrópuverkefni en liðið lék í Grikklandi um helgina þar sem liðið tapaði gegn AEK Aþenu í fyrri leik liðanna í Evrópubikarnum.

ÍBV hafði forystu allan leikinn og komst snemma í þriggja marka forskot sem það hélt út allan leikinn. Mest náði liðið fimm marka forystu í fyrri hálfleik í 12-7.

ÍBV náði mest tólf marka forystu í seinni hálfleik í stöðunni 30-18 en Selfoss vann lokakaflann 4-1.

Sandra Erlingsdóttir var gjörsamlega frábær í liði ÍBV með tíu mörk og Ásta Björt Júlíusdóttir kom með frábæra innkomu og skoraði sex mörk. Amalia Froland var með 18 varða bolta í marki ÍBV.

Í liði Selfoss var Hulda Dís Þrastardóttir með sjö mörk og Mia Kristin Syverud var með sex mörk. Ágústa Tanja varði 9 skot og Sara Reykdal fimm. 

Selfoss er enn án stiga í deildinni á meðan ÍBV er með sex stig að loknum fjórum leikjum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top