ÍBV hafði mikla yfirburði í Suðurlandsslagnum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Amalie Froland (Egill Bjarni Friðjónsson)

ÍBV vann Selfoss með níu mörk 31-22 í fyrsta leik 4.umferðar í efstu deild kvenna í kvöld á heimavelli. Staðan í hálfleik var 16-12 ÍBV í vil.

Selfoss er í miðju Evrópuverkefni en liðið lék í Grikklandi um helgina þar sem liðið tapaði gegn AEK Aþenu í fyrri leik liðanna í Evrópubikarnum.

ÍBV hafði forystu allan leikinn og komst snemma í þriggja marka forskot sem það hélt út allan leikinn. Mest náði liðið fimm marka forystu í fyrri hálfleik í 12-7.

ÍBV náði mest tólf marka forystu í seinni hálfleik í stöðunni 30-18 en Selfoss vann lokakaflann 4-1.

Sandra Erlingsdóttir var gjörsamlega frábær í liði ÍBV með tíu mörk og Ásta Björt Júlíusdóttir kom með frábæra innkomu og skoraði sex mörk. Amalia Froland var með 18 varða bolta í marki ÍBV.

Í liði Selfoss var Hulda Dís Þrastardóttir með sjö mörk og Mia Kristin Syverud var með sex mörk. Ágústa Tanja varði 9 skot og Sara Reykdal fimm. 

Selfoss er enn án stiga í deildinni á meðan ÍBV er með sex stig að loknum fjórum leikjum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top