wAfturelding (Raggi Óla)
Í kvöld mættust FH og Afturelding í Kaplakrika í Grill 66 deild kvenna. Fyrir leik voru FH stelpur með engin stig og í leit að fyrstu punktunum í deildinni. Afturelding unnu góðan sigur á Val 2 í síðustu umferð. Þetta var leikur tveggja hálfleika. Afturelding voru betri í fyrri hálfleik og voru yfir í hálfleik 9-11. Í seinni hálfleik snerist þetta við og náðu FH stelpur mest 7 marka forskoti. Enduðu leikar 23-19 fyrir FH. Lífsnauðsynlegur sigur hjá FH stelpunum og þær loksins komnar á blað í deildinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.