Landsliðið spilar í Lambhagahöllinni
KERSTIN JOENSSON / AFP)

Arnar Pétursson (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Undankeppni fyrir EM kvenna árið 2026 hefst um miðjan október en íslenska kvennalandsliðið hefur leik gegn Færeyjum hér heima miðvikudaginn 15. október.

Ísland fer síðan til Portúgals og mætir þar heimakonum 19.október í fyrstu leikjum í riðlakeppni forkeppni Evrópumótsins. Auk Færeyja og Portúgals er Ísland í riðli með Svartfjallalandi.

Athygli vekur að íslenska kvennalandsliðið sem hefur leikið heimaleiki sína á Ásvöllum, heimavelli Hauka í Olís-deildum karla og kvenna leikur leikinn gegn Færeyjum í Lambhagahöllinni heimavelli Fram.

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ sagði að ekki væri um að ræða nýjan heimavöll kvennalandsliðsins heldur væri HSÍ að samnýta keppnisdúkinn því deginum áður leikur Fram sinn fyrsta leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gegn Porto. Sá leikur verður sýndur í beinni á Livey.

Leikur Íslands og Færeyja hefst 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Miðasala á leikinn er hafin og fer fram í gegnum Stubb.is

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top