Palicka frá vegna meiðsla – Sonni fær tækifærið
Beate Oma Dahle / NTB / AFP)

Andreas Palicka (Beate Oma Dahle / NTB / AFP)

Sænski markvörðurinn, Andreas Palicka leikmaður Íslendingaliðs Kolstad í Noregi verður frá keppni næstu vikurnar. Þetta herma heimildir Handkastsins.

Palicka meiddist á olnboga í síðasta leik Kolstad gegn Kristiansand í norsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn er liðið vann eins marks sigur á útivelli 32-33.

Palicka var ekki í leikmannahópnum í bikarleiknum gegn Naerbo á miðvikudagskvöldið.

Eftir nánari skoðun kom í ljós að Palicka verður frá næstu vikurnar og gæti farið svo að hann leiki ekkert með Kolstad meira á þessu ári. Palicka meiddist á olnboga í leiknum og þarf mögulega að gangast undir aðgerð.

Sigurjón Guðmundsson fyrrum markvörður HK í efstu deild karla er þriðji markvörður Kolstad á sínu öðru tímabili og nú bendir margt til þess að fá hann fái tækifæri bæði í norsku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni næstu vikur.

Næsti leikur liðsins verður gegn Baekkelaget í norsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top