Stórleikur í Danmörku – Györ, Metz og Brest freista þess að verja toppsætin
Laurent Lairys / DPPI via AFP)

Pauletta Foppa - Brest (Laurent Lairys / DPPI via AFP)

Meistaradeild kvenna heldur áfram um helgina með fjórðu umferðinni. Á dagskrá eru átta leikir, fimm á laugardag og þrír á sunnudag.

Fyrsti leikur helgarinnar fer fram í Þýskalandi þegar BVB Dortmund mætir Storhamar frá Noregi klukkan 11:00 á laugardaginn.

A-riðill

Ríkjandi meistarar Györ eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og ætla sér að halda sigraröðinni áfram þegar þær taka á móti Gloria Bistrita frá Rúmeníu. Metz, sem einnig er taplaust, tekur á móti Buducnost sem er enn án stiga og á í miklum vandræðum.
Dortmund fær Storhamar í heimsókn í leik tveggja liða sem bæði hafa unnið einn leik, á meðan Esbjerg sækir DVSC Schaeffler heim í baráttu um að festa sig í sessi í efri hluta riðilsins.

B-riðill

Í B-riðli verður spennandi „leikur vikunnar“ þar sem Odense tekur á móti Brest. Brest hefur unnið alla sína leiki til þessa, en Odense er enn ósigrað með tvo sigra og eitt jafntefli.
CSM Bucuresti fær Podravka í heimsókn en þar mætast Katarina Pandža, markahæsti leikmaður mótsins, og Elizabeth Omoregie, sem hefur verið lykilleikmaður CSM.
Sola HK leitar enn að sínum fyrsta sigri og mætir Ikast, á meðan Krim og FTC eigast við í Slóveníu.

Leikir helgarinnar

A-riðill

Borussia Dortmund (ÞÝS) – Storhamar (NOR) | Laugardagur 4. október, kl. 11:00

Fyrsti Evrópuleikur liðanna innbyrðis.
Bæði með tvö stig, Storhamar í 5. sæti en Dortmund í 7.
Dortmund vann fyrsta leik sinn í síðustu umferð gegn Debrecen (28:26), en Storhamar tapaði gegn Esbjerg (24:30).
Dortmund hefur fengið á sig flest mörk allra liða (107 í 3 leikjum).
Storhamar hefur besta vörnina (73 mörk fengin á sig).

DVSC Schaeffler (UNG) – Team Esbjerg (DAN) | Laugardagur 4. október, kl. 14:00

Fyrsti Evrópuleikur liðanna.
Bæði með tvö stig, Esbjerg í 4. sæti, Debrecen í 6.
Esbjerg vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð gegn Storhamar (30:24).
Debrecen tapaði naumlega gegn Dortmund (26:28).
Helstu markaskorarar: Toublanc (16 mörk, Debrecen), Reistad (19) og Schmid (18) fyrir Esbjerg.

Metz Handball (FRA) – Buducnost (MNE) | Laugardagur 4. október, kl. 16:00

Sautjánda viðureign liðanna: Metz hefur unnið 6, Buducnost 10.
Metz með fullt hús stiga (6), Buducnost enn án stiga.
Metz vann Gloria Bistrita í síðustu umferð (31-24), Buducnost tapaði illa fyrir Györ (20-36)
Buducnost með slökustu sókn liðanna skorað 58 mörk, Metz með þriðju bestu hafa skorað 99 mörk
Grandveau, Granier og Bouktit hafa skorað 16 mörk hver fyrir Metz

Györi Audi ETO KC (UNG) – Gloria Bistrita (ROU) | Laugardagur 4. október, kl. 16:00

Fyrsti Evrópuleikur liðanna.
Györ á toppnum með 3 sigra, Bistrita í 3. sæti með 4 stig.
Györ hefur bestu sókn liðanna, hafa skorað 110 mörk – 36,7 að meðaltali.
Bistrita tapaði sínum fyrstu stigum í síðustu umferð gegn Metz (24:31).
Asuka Fujita (Bistrita) er næstmarkahæst í keppninni (23 mörk).

B-riðill

Sola HK (NOR) – Ikast Håndbold (DEN) | Laugardagur 4. október, kl. 16:00

Ikast hefur unnið báða Evrópuleiki liðanna hingað til.
Sola enn án sigurs í Meistaradeildinni (töp gegn Podravka, Brest og FTC).
Ikast með tvo sigra (gegn CSM og Krim) og eitt tap (Odense).
Granlund (Sola) með 44 varin skot (38%), Milling (Ikast) með 36 (34%).

Krim Mercator (SLO) – FTC-Rail Cargo Hungaria (UNG) | Sunnudagur 5. október, kl. 12:00

FTC vann síðast (26:25 gegn Sola), Krim enn án stiga.
FTC hefur unnið 11 af 19 viðureignum liðanna.
Klujber markahæst fyrir FTC (20 mörk).
Abina og Zaadi með 11 mörk hvor fyrir Krim.

Leikur vikunnar: Odense (DEN) – Brest (FRA) | Sunnudagur 5. október, kl. 14:00

Brest eina liðið í B-riðli með fullt hús stiga.
Odense ósigrað, en gerði jafntefli við Podravka í 3. umferð.
Odense hefur unnið 8 af 12 viðureignum liðanna.
Deila er markahæst í Odense með 19 mörk, Lott er markahæst í Brest með 18 mörk.
Odense er nálægt 3.000. marki sínu í Meistaradeildinni en þær hafa skorað 2.991 mörk til þessa.

CSM Bucuresti (ROU) – HC Podravka (CRO) | Sunnudagur 5. október, kl. 14:00

CSM hefur unnið allar fjórar fyrri viðureignir liðanna.
CSM með einn sigur í fyrstu þremur leikjum, Podravka ósigrað með tvo sigra og eitt jafntefli.
Omoregie er með 22 mörk fyrir CSM, Katarina Pandža er markahæst allra í keppninni með 24 mörk.
Bæði lið hafa skorað 89 mörk í þremur leikjum, Podravka þó með sterkari vörn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top