Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir (Bára Dröfn Kristinsdóttir)
Í dag mættust Víkingur og HK í Safamýri í Grill 66 deild kvenna. Fyrir leik voru HK stelpur taplausar en Víkings stelpur höfðu unnið 2 leiki og tapað einum. Strax frá upphafsflauti höfðu HK stelpur tögl og hagldir í leiknum. Í hálfleik var staðan 8-12 fyrir HK og sigruðu leikinn 17-25. Sigurganga HK stúlkna heldur því áfram. Eru þær taplausar á toppnum með 8 stig eftir 4 leiki.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.