Ætlum okkur alla leið
Kristinn Steinn Traustason)

wFram (Kristinn Steinn Traustason)

Ásdís Guðmundsdóttir línumaður Fram var virkilega ánægð eftir tveggja marka sigur liðsins gegn ÍR á heimavelli í 5.umferð Olís-deildar kvenna í dag, 32-30.

Ásdís var í viðtali við Ingvar Örn Ákason í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans beint eftir leik. Þar var hún spurð út í fyrstu viðbrögð eftir leikinn.

,,Ég held að spennustigið hafi verið mjög hátt í dag og tvö rauð spjöld og mikil læti. Þær voru að berjast allan tímann og eru þekktar fyrir það að vera með hörkulið. Við sigldum þessu í dag,” sagði Ásdís sem skoraði fimm mörk fyrir Fram í leiknum og þar á meðal síðasta mark liðsins sem kom liðinu þremur mörkum yfir þegar lítið var eftir. 

,,Þetta er mjög spennandi og deildin er mjög spennandi og KA/Þór á toppnum. Það er allt opið í þessu og við ætlum okkur alla leið og við erum í sjötta gír og allt í botn.”

,,Fram er sigursælt lið og auðvitað erum við nýtt lið en mér finnst við hafa slípað okkur vel saman. Við erum með góða breidd og það kemur maður í manns stað. Við ætlum okkur stóra hluti,” sagði Ásdís að lokum í viðtali við Ingvar Örn Ákason í Sjónvarpi Símans.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top