Tinna Valgerður Gísladóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)
{HomeTeamName} og {AwayTeamName} áttust við í dag í 4.umferð {TourName} og við fylgdumst með gangi mála úr þeim leik. Heimakonur í KA/Þór byrjuðu leikinn í dag betur og voru komnar þremur mörkum yfir eftir tíu mínútna leik en Haukakonur jöfnuðu leikinn tíu mínútum seinna. Haukar voru með frumkvæðið það sem eftir lifði hálfleiksins en leiddu með einu marki í hjálfleik 11-12. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komust strax þremur mörkum yfir en heimakonur gáfust ekki upp og minnkuðu muninn aftur niður í eitt mark um miðbik hálfleiksins. Haukar gáfu þó forystuna aldrei frá sér í hörku leik og unnu að lokum góðan sigur fyrir norðan á toppliðinu 23-27. Embla Steindórsdóttir var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins í dag en hún kom að nærri helmingi marka Hauka með níu mörk og fjórar stoðsendingar. Eftir þessa umferð eru þrjú lið jöfn á toppi deildarinnar með sex stig og koma Haukar og Fram svo þar á eftir í fjórða til fimmta sætinu með fimm stig. Stjarnan og Selfoss sitja límd við botninn stigalaus.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.