Csenge Fodor var óstöðvandi í dag. (Attila KISBENEDEK / AFP)
Fimm leikir fóru fram í dag í Meistaradeilld kvenna þegar 4. umferðin hófst. Evrópumeistararnir Györi og Metz héldu áfram á sigurbraut á heimavelli, hvort með yfirburðum, á meðan bæði Esbjerg og Storhamar tryggðu sér mikilvæga útisigra. Í B-riðli vann Ikast öruggan sigur í norðurlandaslag við Sola HK. BV Borussia Dortmund (ÞÝS) – Storhamar Handball Elite (NOR) 22:26 (9:11) DVSC Schaeffler (UNG) – Team Esbjerg (DAN) 29:32 (14:15) Metz Handball (FRA) – Buducnost (MNE) 38:18 (20:11) Györi Audi ETO KC (UNG) – Gloria Bistrița (RÚM) 33:18 (18:9) Sola HK (NOR) – Ikast Håndbold (DAN) 22:31 (15:14)Riðill A
Storhamar sýndi enn á ný hversu sterk vörn þeirra er og vann sinn annan sigur í riðlinum. Markvörðurinn Eli Marie Raasok var hetja leiksins með 13 varin skot eða 37% markvörslu.
Dortmund átti í miklum erfiðleikum með að finna netmöskvana og skoraði fyrsta markið ekki fyrr en á áttundu mínútu. Staðan í hálfleik var,11:9 fyrir Norska liðið, en í seinni hálfleik jók Storhamar muninn í 24:19 og hélt út.
Dortmund skoraði aðeins 22 mörk og var með 31% sóknarnýtingu. Pernille Brandenborg fór fyrir gestunum með 6 mörk, en hjá Dortmund deildu sex leikmenn markaskoruninni með 3 mörk hvor.
Esbjerg heldur áfram að rísa eftir erfiða byrjun og vann annan sigur í röð, nú gegn Debrecen á útivelli. Danirnir voru framan af undir í leiknum eftir góða byrjun heimakvenna, en breyting á vörninni í 5–1 og frábær frammistaða hjá línumanninum Tabea Schmid (8 mörk/8 skot) breytti öllu.
Nora Mørk og Henny Reistad tóku við sér í seinni hálfleik og Esbjerg náði fjögurra marka forystu. Debrecen barðist áfram og minnkaði muninn í eitt mark á lokakaflanum, en markvörðurinn Anna Kristensen var öflug í marki danska liðsins og tryggði þeim 32:29 sigur.
Metz spilaði sinn besta leik tímabilsins og vann Buducnost með tuttugu marka mun, stærsta sigur liðsins hingað til í keppninni.
Gestirnir héldu í við Frakkana í byrjun, en um miðjan fyrri hálfleik tók Lucie Granier forystuna fyrir franska liðið og Metz gerði í kjölfarið 5:1 áhlaup. Þar með var leikurinn nær búinn.
Johanna Bundsen stóð sig vel í markinu með 44% markvörslu og heimakonur juku forskotið jafnt og þétt. Tyra Axner var markahæst með 7 mörk, og alls skoruðu 11 leikmenn Metz í leiknum. Buducnost, sem er enn án stiga, átti engin svör við hraða og breidd franska liðsins.
Evrópumeistararnir frá Györ voru algjörlega yfirburðalið á heimavelli og tóku sinn fjórða sigur í röð. Heimakonur hófu leikinn með 5:0 og leiddu 11:2 eftir 15 mínútur.
Hatadou Sako var ótrúleg í markinu með 17 varða bolta sem gerir 49% markvörslu, á meðan Csenge Fodor og Emilie Hovden voru óstöðvandi í sókninni.
Györ spilaði agaðann og hraðann leik, og þrátt fyrir smá viðspyrnu frá Gloria um miðjan fyrri hálfleik jókst munurinn stöðugt.
Lokatölur, 33:18, þetta er stærsta tap Gloria í sögu félagsins í Meistaradeildinni.Riðill B
Eftir erfiðan fyrri hálfleik þar sem heimakonur leiddu með einu marki, sneri Ikast taflinu við með stórleik í síðari hálfleik.
Markvarðarbreytingin reyndist lykillinn. Amalie Milling kom inn fyrir Filippu Idehn og lokaði markinu með 13 vörðum skotum eða 57% markvörslu.
Sóknarleikurinn lifnaði við, þar sem Lærke Nolsøe Pedersen og Julie Scaglione leiddu liðið áfram. Ikast fór úr því að vera einu undir í hálfleik í að vinna með níu marka mun og tryggði sér þriðja sigurinn á tímabilinu. Sola er enn án stiga í sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeild kvenna.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.