Stefán Arnarson (Kristinn Steinn Traustason)
Stórleikur fór fram í efstu deild kvenna síðustu helgi þar Haukar og Fram áttust við á Ásvöllum. Fram stelpur voru með undirtökin meira og minna allan leikinn en það voru Haukar sem skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og jöfnuðu metin í blálokin. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði jöfnunarmarkið með skot utan af velli á lokasekúndum leiksins. Farið var yfir lokakaflann í leiknum í Handboltahöllinni sem sýnd er í Sjónvarpi Símans öll mánudagskvöld. Þar var einnig rýnt í leikhlé beggja liða sem þjálfarnir tóku og höfðu áhrif á leik liðanna beggja í kjölfarið. 4.umferðin í efstu deild kvenna lýkur í dag þar sem bæði Haukar og Fram verða í eldlínunni.
15:00 Fram - ÍR (Opin dagskrá í Sjónvarpi Símans)
18:00 KA/Þór - Haukar (Handboltapassanum)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.