Vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanar að gera
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sara Dögg Hjaltadóttir (Sævar Jónasson)

Sara Dögg Hjaltadóttir leikstjórnandi ÍR var virkilega svekkt eftir tveggja marka tap liðsins gegn Fram á útivelli í 5.umferð Olís-deildar kvenna í dag, 32-30.

Sara Dögg var í viðtali við Ingvar Örn Ákason í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans beint eftir leik. Þar var hún spurð út í fyrstu viðbrögð eftir leikinn.

,,Þetta var ekki góður leikur hjá okkur og við byrjuðum alltof illa og vorum að gera alltof marga klaufalega tæknifeila í byrjun. Síðan fannst mér við fá mörg góð tækifæri til að jafna metin en erum ekki að ná að koma boltanum í markið. Þetta er ógeðslega svekkjandi,” sagði Sara Dögg sem var markahæst í liði ÍR með 12 mörk í leiknum.

,,Mér leið ágætlega. Auðvitað er alltaf óþægilegt þegar maður er ekki að ná taktinum. Mér leið ekkert óþægilega en þetta er mjög svekkjandi.”

ÍR hefur nú tapað tveimur leikjum í röð eftir tvo sigra í upphafi móts.

,,Við þurfum að bæta okkur. Þetta var ólíkt okkur í fyrri hálfleik og við vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanar að gera, kasta boltanum útaf og í hendurnar á þeim. Við þurfum að horfa á þennan leik og gera betur.”

Sara Dögg hefur verið frábær í upphafi móts og segist líða mjög vel inn á vellinum um þessar mundir.

,,Mér líður mjög vel, þetta er allt að koma og það er ógeðslega gaman að spila með þessu liði,” sagði Sara Dögg að lokum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top