Arna Kristín Einarsdóttir (Sigurður Ástgeirsson)
Kvennalið Selfoss er úr leik í Evrópubikarnum þrátt fyrir sigur á gríska liðinu AEK Aþenu á heimavelli í kvöld. Selfoss vann Aþenu í kvöld á heimavelli með þremur mörkum 27-24 en það dugði ekki til. Fyrri leikur liðanna sem fram fór í Grikklandi um síðustu helgi endaði með sex marka sigri gríska liðsins, 32-26 og fór gríska liðið því áfram samanlagt 56-53. Jafnræði var með á liðunum í fyrri hálfleik en Aþena leiddi í hálfleik 11-12. Um miðbik seinni hálfleiks áttu Selfyssingar góðan kafla þar sem liðið sneri stöðunni úr 19-21 í 24-21 og ríkti mikil spenna í leiknum á þeim tímapunkti. Nær komust Selfoss þó ekki og þriggja marka sigur liðsins dugði ekki til að fara áfram í næstu umferð Evrópubikarsins. Mia Kristin Syverud, Hulda Hrönn Bragadóttir, Hulda Dís Þrastardóttir og Arna Kristín Einarsdóttir skoruðu allar fimm mörk hver fyrir Selfoss í kvöld.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.