wFram (Kristinn Steinn Traustason)
Fjölnisstúlkur fengu Fram 2 í heimsókn í kvöld í Egilshöll í Grill 66 deild kvenna. Til að gera langa sögu stutta þá sigruðu Fjölnisstúlkur. Sigurinn var sanngjarn og tiltölulega þægilegur. Það er ljóst að lærimeyjar Gunnars Vals Arasonar og Stefáns Bergs Petersen hjá Fjölni eru að komast í góðan takt. Signý Pála Pálsdóttir var fín í markinu hjá Fjölni og varði 13 skot. Fyrir Fjölni átti Stefanía Ósk Engilbertsdóttir flottan leik á línunni og setti 9 mörk. Berglind Benediktsdóttir setti svo 8 mörk. Hjá Fram 2 var Sara Rún Gísladóttir atkvæðamest með 9 mörk. 15 boltar varðir hjá þeim.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.